Búið er að birta riðlaskiptignu fyrir keppni í 4. deild karla í sumar. Ný tíu liða 3. deild verður í sumar og því er keppnisfyrirkomulagið lítillega breytt í 4. deildinni.
Í 4. deild karla er leikið í þremur riðlum, þar sem níu félög eru í A riðli en átta í B og C riðli. Leikin er tvöföld umferð áður en kemur að 8 liða úrslitakeppni.
Þangað komast tvö efstu félögin úr hvorum riðli ásamt þeim tveimur félögum sem bestan árangur hafa í þriðja sæti riðlanna.
Nokkur ný félög taka þátt í ár en þrjú lið sem léku í 3. deildinni í fyrra eru ekki með að þessu sinni.
Ný félög frá 2012:
Knattspyrnufélagið Kóngarnir (Reykjavík)
Hestamannafélagið Fákur (Reykjavík)
Knattspyrnufélagið Elliði (Reykjavík)
Knattspyrnufélagið Mídas (Reykjavík)
Knattspyrnufélagið Vatnaliljur (Kópavogur)
UMF Skallagrímur (Borgarnes). Var síðast með 2011.
UMF Stokkseyrar. Var síðast með 2004, þá sem Freyr, í samstarfi við UMF Eyrarbakka.
Snæfell/Geislinn. Snæfell var með 2012. Geislinn var síðast með 1994 en hætti keppni um mitt sumar.
Kormákur/Hvöt. Kormákur var síðast með 1999. Hvöt tók þátt 2011 þá í samstarfi með Tindastóli.
Félög hætt frá 2012:
Björninn, Drangey og SR
A-riðill:
Afríka
Álftanes
Árborg
Fákur
KFG
KFS
Kóngarnir
Stokkseyri
Þróttur V.
B-riðill:
Berserkir
KB
KH
Kormákur/Hvöt
Skallagrímur
Skínandi
Snæfell/Geislinn
Stál-úlfur
C-riðill:
Einherji
Elliði
Hvíti riddarinn
Ísbjörninn
Léttir
Mídas
Vatnaliljur
Ýmir
Athugasemdir