Heimild: Soccerviza
ÍA hefur boðið miðjumanninum Sergio De Luca að koma til félagsins á reynslu í eina viku en þetta kemur fram á vef Soccerviza.
De Luca starfar sem tæknilegur ráðgjafi hjá SC Toronto en hann spilaði einnig með liðinu í kanadísku úrvalsdeildinni síðastliðið sumar.
De Luca starfar sem tæknilegur ráðgjafi hjá SC Toronto en hann spilaði einnig með liðinu í kanadísku úrvalsdeildinni síðastliðið sumar.
Þessi þrítugi leikmaður er með ítalskt vegabréf en hann hefur komið víða við á ferlinum.
De Luca hefur meðal annars spilað með Höllvikens GIF í Svíþjóð, FK Arendal í Noregi, Pécsi MFC í Ungverjalandi, Torgelower SV í Þýskalandi, AC Prato á Ítalíu og Hereford og Telfford á Englandi.
Skagamenn eru í leit að miðjumanni þessa dagana en Iain Williamson og Greg McDermott voru til skoðunar hjá liðinu í síðasta mánuði.
Williamson samdi við Val og þá ákváðu Skagamenn að bjóða McDermott ekki samning að svo stöddu.
Þá er bandaríski framherjinn Sam Archer einnig á reynslu hjá ÍA þessa stundina.
Athugasemdir