Heimild: Úrslit.net
Tveir leikir voru spilaðir í A-riðli Lengjubikars kvenna í dag. Valur vann 3-0 sigur á Íslandsmeisturum Þórs/KA og Breiðablik rúllaði yfir ÍBV og vann 4-0 sigur.
Breiðablik 4-0 ÍBV
1-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir ('2)
2-0 Rakel Hönnudóttir ('32)
3-0 Hildur Sif Hauksdóttir ('81)
4-0 Rakel Hönnudóttir ('82)
Breiðablik tók á móti Eyjastúlkum í Kórnum. Leikurinn var rétt nýbyrjaður þegar að Greta Mjöll Samúelsdóttir kom Blikum yfir. Rakel Hönnudóttir bætti svo við öðru marki fyrir leikhlé.
Blikar bættu við tveimur mörkum undir lok leiks. Fyrst skoraði hin efnilega Hildur Sif Hauksdóttir og mínútu síðar innsiglaði Rakel Hönnudóttir 4-0 sigur Blika með sínu öðru marki.
Valur 3-0 Þór/KA
1-0 Hildur Antonsdóttir ('30)
2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('39)
3-0 Svava Rós Guðmundsdóttir ('52)
Valur vann öruggan sigur á Íslandsmeisturum Þórs/KA í Egilshöllinni. Hildur Antonsdóttir kom Val yfir eftir hálftímaleik og Kristín Ýr Bjarnadóttir kom liðinu í 2-0 fyrir hálfleik.
Það var svo Svava Rós Guðmundsdóttir sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins og lokatölur því 3-0 fyrir Val.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir