Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. apríl 2013 09:30
Magnús Már Einarsson
„Beckham sagði að ég væri góður"
Leikmannakynning - Josh Wicks (Þór)
Tekkland
Vígalegur - Wicks er með 42 tattú á líkamanum.
Vígalegur - Wicks er með 42 tattú á líkamanum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Þegar ég var tíu ára hafði ég ekki hugmynd um hvað fótbolti var.   Ég þekkti amerískan fótbolta en ég vissi ekki hvað orðið fótbolti var.
,,Þegar ég var tíu ára hafði ég ekki hugmynd um hvað fótbolti var. Ég þekkti amerískan fótbolta en ég vissi ekki hvað orðið fótbolti var.
Mynd: Haraldur Logi Hringsson
 Ég spurði hann hvar hann hefði fengið nammið og hann sagðist hafa fengið það eftir að hafa verið á fótboltaæfingu.  Ég labbaði út götuna og sagði við þjálfarann: ´Þú gafst bróður mínum nammi, nú verður þú að gefa mér nammi.
Ég spurði hann hvar hann hefði fengið nammið og hann sagðist hafa fengið það eftir að hafa verið á fótboltaæfingu. Ég labbaði út götuna og sagði við þjálfarann: ´Þú gafst bróður mínum nammi, nú verður þú að gefa mér nammi.
Mynd: Haraldur Logi Hringsson
,,Ég lærði af David Beckham á æfingum og hann er mjög fagmannlegur.  Hann leggur ennþá harðar að sér á æfingum en í leikjum.  Hann vill hjálpa ungum leikmönnum að bæta sig og hann gefur þeim góð ráð og hvatningu.“
,,Ég lærði af David Beckham á æfingum og hann er mjög fagmannlegur. Hann leggur ennþá harðar að sér á æfingum en í leikjum. Hann vill hjálpa ungum leikmönnum að bæta sig og hann gefur þeim góð ráð og hvatningu.“
Mynd: Getty Images
,, David Beckham sagði við mig að væri góður og ég tók það inn í hjarta mitt.  Hann sagði að ég væri góður leikmaður og sagði mér að halda áfram á sömu braut.
,, David Beckham sagði við mig að væri góður og ég tók það inn í hjarta mitt. Hann sagði að ég væri góður leikmaður og sagði mér að halda áfram á sömu braut.
Mynd: Heimasíða KA
,,Ég fékk mér fyrsta tattúið þegar ég var 17 ára og það er það eina sem er með lit í.  Ég held að næsta tattú hafi ekki komið fyrr en ég var tvítugur.  Síðustu 3-4 árin hef ég fengið mér 20-25 tattú en ég er með ekkert á fótunum, þau eru öll á efri hluta líkamans.“
,,Ég fékk mér fyrsta tattúið þegar ég var 17 ára og það er það eina sem er með lit í. Ég held að næsta tattú hafi ekki komið fyrr en ég var tvítugur. Síðustu 3-4 árin hef ég fengið mér 20-25 tattú en ég er með ekkert á fótunum, þau eru öll á efri hluta líkamans.“
Mynd: Haraldur Logi Hringsson
,,Við vorum með liðsdag í lok tímabils þar sem menn fengu stig fyrir að gera ýmsa heimskulega hluti, taka myndir af sér hér og þar og annað slíkt.  Eitt af því var að tattúa á sig DFK sem ég gerði og það vann keppnina fyrir mitt lið.“
,,Við vorum með liðsdag í lok tímabils þar sem menn fengu stig fyrir að gera ýmsa heimskulega hluti, taka myndir af sér hér og þar og annað slíkt. Eitt af því var að tattúa á sig DFK sem ég gerði og það vann keppnina fyrir mitt lið.“
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,I would LOVE it if Chuck would come back.
,,I would LOVE it if Chuck would come back.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Josh Wicks, markvörður Þórs, á vafalítið eftir að vekja athygli í Pepsi-deildinni í sumar. Þessi 29 ára gamli Bandaríkjumaður er með fjölmörg tattú og hann hefur spilað með sjálfum David Beckham í MLS deildinni í Bandaríkjunum. En hvernig stóð á því að hann endaði í herbúðum Þórs í júlí í fyrra?

,,Ég var að spila í Finnlandi en það gekk ekki svo ég fór þaðan í byrjun árs. Það voru nokkrir möguleikar í Svíþjóð sem gengu ekki upp svo ég æfði heima í Bandaríkjunum. Tom Taylor, vinur minn, bauð mér síðan í æfingabúðir en hans fyrirtæki vinnur með Joe Funicello (leikmanni Þórs). Ég og Joe spiluðum saman í Finnlandi og hann talaði við Tom sem spurði mig í kjölfarið hvort ég væri til í að leika út tímabilið á Íslandi,“ sagði Wicks við Fótbolta.net.

,,Ég kann vel við mig hér. Eiginkona mín er hér með mér og við eigum von á stelpu í lok maí. Sonur minn verður níu ára í júlí og býr úti en ég býst við að hann komi hingað í heimsókn í sumar.

Vissi ekki hvað fótbolti var 10 ára:
Wicks ólst upp í Kaliforníu en hann vissi ekki hvað fótbolti var fyrr en hann var orðinn tíu ára gamall.

,,Þegar ég var tíu ára hafði ég ekki hugmynd um hvað fótbolti var. Ég þekkti amerískan fótbolta en ég vissi ekki hvað orðið fótbolti var,“ útskýrir Wicks en ótrúleg saga varð til þess að hann byrjaði að æfa fótbolta.

,,Ég og bróðir minn vorum að slást og og hann hljóp í burtu og gaf mér nammi til að ég myndi ekki ganga frá honum. Ég spurði hann hvar hann hefði fengið nammið og hann sagðist hafa fengið það eftir að hafa verið á fótboltaæfingu. Ég labbaði út götuna og sagði við þjálfarann: ´Þú gafst bróður mínum nammi, nú verður þú að gefa mér nammi.‘ Hann spurði mig hvort ég gæti spilað fótbolta og setti mig í markið þar sem ég hafði spilað amerískan fótbolta, hafnabolta og körfubolta. Ég var í kjölfarið sendur á markmannsnámskeið tvö sumur í röð og ég er hér í dag og elska fótboltann ennþá meira en nokkru sinni fyrr.“

Bandaríkjamenn hafa í gegnum tíðina átt marga öfluga markmenn og meðal annars leika Brad Friedel og Tim Howard í ensku úrvalsdeildinni í dag. Wicks hefur sínar skýringar á því af hverju Bandaríkjamönnum gengur betur að búa til góða markmenn en leikmenn í öðrum stöðum.

,,Frá því að ég var þriggja ára þá var ég á hjólabretti. Ég var í öllum íþróttum frá því að ég gat labbað og þar til að ég einbeitti mér að fótboltanum. Ég spilaði körfubolta. Ég gat ekki skotið en ég gat tekið fráköst og það hefur hjálpað mér í að grípa háa bolta. Ég spilaði aðeins amerískan fótbolta og þar stoppar leikurinn á 30 sekúndna fresti eins og flestir vita. Þú ert hins vegar á fullu í 30 sekúndur að ýta og takast á og það hjálpar markmönnum þegar þeir koma af línunni. Ég talaði mikið sem barn og ég tala ennþá mikið í dag og það hefur hjálpað mér talið í leikjum.“

,,Ef þú talar við Brad Friedel, Tim Howard eða einhvern annan markvörð þá segja þeir að þeir hafi spilað fótbolta og aðrar íþróttir eins og amerískan fótbolta og einnig farið í feluleiki og fleira í hverfinu sínu. Við erum í mörgum íþróttum þegar við erum ungir og það hjálpar okkur að búa til góða markverði.“


„Beckham sagði að ég væri góður":
Wicks lék með LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum árið 2008 og síðar lék hann með DC United í sömu deild. Hjá LA Galaxy spilaði hann meðal annars með sjálfum David Beckham.

,,Það var mjög góð reynsla. Það var fyrsta tímabilið mitt í MLS og ég var heppinn að spila með LA Galaxy sem er nálægt heimili mínu. Ég lærði af David Beckham á æfingum og hann er mjög fagmannlegur. Hann leggur ennþá harðar að sér á æfingum en í leikjum. Hann vill hjálpa ungum leikmönnum að bæta sig og hann gefur þeim góð ráð og hvatningu.“

,,Ég var ekki aðalmarkvörður hjá LA en ég man þegar að aðalmarkvörðurinn meiddist og ég kom inn. Ég var í herberginu við hliðina á honum á hótelinu og þegar við komum þangað aftur eftir leikinn talaði hann við mig. Hann sagði að ég hefði staðið mig vel og leikmennirnir í liðinu vissu að ég væri góður. Hann sagði ,,Þetta er þitt tækifæri, ekki gefa það frá þér.“ David Beckham sagði við mig að væri góður og ég tók það inn í hjarta mitt. Hann sagði að ég væri góður leikmaður og sagði mér að halda áfram á sömu braut. Hann er mjög góður og hógvær náungi og ég tel að hann hafi gert magnaða hluti fyrir fótboltann í Bandaríkjunum.“


Tattúin 42 hafa öll merkingu:
Wicks er með fjölmörg tattú á líkama sínum og þar af nokkur á hálsinum. Hann hefur verið afar duglegur að bæta við tattúum á líkamann undanfarin ár.

,,Síðast þegar ég taldi voru þau 42,“ segir Wicks léttur í bragði aðspurður út í tattúin. ,,Ég fékk mér fyrsta tattúið þegar ég var 17 ára og það er það eina sem er með lit í. Ég held að næsta tattú hafi ekki komið fyrr en ég var tvítugur. Síðustu 3-4 árin hef ég fengið mér 20-25 tattú en ég er með ekkert á fótunum, þau eru öll á efri hluta líkamans.“

,,Hvert einasta tattú hefur merkingu. Ég hef eitt fyrir son minn sem er níu ára gamall. Ég er með eitt frekar stórt á bakinu fyrir vin minn Jay P. Lowry sem er látinn. Hann fékk mig til að byrja í fótbolta og hjálpaði fjölskyldu minni í gegnum erfiða tíma. Ég er með tattú fyrir borgina mína, fylkið mitt og ég nýt þess að fá mér fleiri tattú sem tengjast því sem ég trúi á.“

Á hálsinum er Wicks meðal annars með tattúið ,,4da good times“. ,,Ég hef átt marga góða tíma í lífinu og ég mun ekki gleyma þeim, sérstaklega ekki út af þessu tattúi. Þetta er fyrir góðu tímana sem eru búnir og þá góðu tíma sem eiga eftir að koma. Þegar ég verð sjötugur og horfi í spegilinn sé ég þessi einföldu orð og þau munu rifja upp góðar minningar.“

Fékk sér DFK tattú til að vinna ratleik:
Annað tattú á hálsinum er DFK sem er skammstöfun fyrir ,,Deyja fyrir klúbbinn“ einkenni stuðningsmanna Þórs. Wicks fékk sér það tattú í ratleik með liði Þórs síðastliðið haust.

,,Það var tekið vel á móti mér og og Chuck Chijindu þegar við komum hingað. Ég áttaði mig á því að Þór væri eins félag og hefði alltaf mig dreymt um að leika fyrir, bæði innan og utan vallar. Allir hjá félaginu eru vingjarnlegir og þetta er gott félag að mínu mati. Þess vegna er ég til í að leggja mig eins mikið fram og ég get fyrir þetta félag."

,,Ég spurði strákana hvað DFK þýðir og þeir sögðu mér að það þýði ,,deyja fyrir klúbbinn“. Við vorum með liðsdag í lok tímabils þar sem menn fengu stig fyrir að gera ýmsa heimskulega hluti, taka myndir af sér hér og þar og annað slíkt. Eitt af því var að tattúa á sig DFK sem ég gerði og það vann keppnina fyrir mitt lið.“


Kann ekki vel við spána:
Áðurnefndur Chuck kom til Þórs á sama tíma og Wicks í fyrra og skoraði grimmt en hann er líklega á leið aftur til félagsins. ,,I would LOVE it if Chuck would come back,“ svarar Wicks ákveðinn og biður sérstaklega um að það komi fram í viðtalinu.

Wicks segir að það muni breyta miklu ef Chuck kemur til Þórs en sama hvað gerist er hann bjartsýnn á að nýliðarnir endi ofar en tíunda sæti eins og spáin segir til um.

,,Ég er ekki mikið fyrir spár og ég kann ekki vel við þessa spá,“ sagði Wicks hlægjandi. ,,Ég vil ekki vera svona neðarlega í töflunni. Persónulegt markmið mitt og markmið liðsins er að vera um miðja deild og vonandi get ég hjálpað til við að láta það rætast. Ég held að við munum standa okkur betur en fólk býst við,“ sagði Wicks ákveðinn að lokum.
Athugasemdir
banner