,,Þetta var mjög erfitt eins og við bjuggumst við. BÍ er bara topplið og þetta var alveg eins og við bjuggumst við," sagði fyrirliði ÍBV, Eiður Aron í samtali við Fótbolta.net eftir sigur ÍBV á BÍ/Bolungarvík í Borgunarbikarnum í kvöld.
,,Lélegur völlur er engin afsökun, þeir voru að spila á þessum velli líka, en jújú þetta hjálpaði til í markinu en það er engin afsökun þessi völlur.
En við erum áfram og það er eignlega það eina jákvæða sem ég tek út úr þessum leik. Við vorum mjög slappir í dag en við erum áfram og það er það eina sem skiptir máli."
Nánar er rætt við Eið Aron í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir