,,Ég er gríðarlega ánægður. Við fórum eftir skipulagi og lögðum okkur alla fram og við getum ekki beðið um neitt meira en að svo sé," sagði Ásgeir Guðmundsson aðstoðaþjálfari BÍ/Bolungarvíkur eftir tap á móti ÍBV í Borgunarbikarnum í kvöld.
,,Við erum okkar helsti óvinur og það mátti vart sjá í dag hvort liðið væri að spila í Pepsí deildinni og hvaða lið væri að spila í 1 deild. Við hræðumst enga og framtíðin er bara björt.
Við höfum engar áhyggjur þótt að Nigel sé í banni í næsta leik. Við erum með góðan hóp og frábæra stráka sem koma inn. Þótt við þurfum að gera einhverjar breytingar að þá breytir það ekki neinu."
Nánar er rætt við Ásgeir í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir