,,Nei ég er ekki sáttur við spilamennskuna í kvöld en svosem ekki frábær völlur en það var sól og við unnum og héldum hreinu og það er alltaf eitthvað jákvætt," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir sigur á BÍ/Bolungarvík í Borgunarbikarnum í kvöld.
,,Já við áttum erfitt með að venjast logninu, skelfilegt þetta logn en við áttum bara í tómu basli með völlinn fyrst og fremst. Við náðum ekki að koma tveim þrem sendingum saman og vorum að ströggla og vörðum gríðarlega vel.
Þetta er liðsíþrótt og í dag þurftu varnarmennirnir og markmaðurinn að stíga upp og redda liðsheildinni og þeir gerðu það með stæl.
Við viljum vinna hvern einasta fótboltaleik og það er það sem skiptir máli. Við unnum í dag og verðum í hattinum áfram."
Nánar er rætt við Hermann í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir