Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 24. júní 2013 06:00
Fótbolti.net
1. deild kvenna: Álftanes áfram á sigurbraut - Jafnt í Grafarvogi
Anna Þórunn Guðmundsdóttir og María Eva Eyjólfsdóttir eigast við í leik Fjölnis og Grindavíkur
Anna Þórunn Guðmundsdóttir og María Eva Eyjólfsdóttir eigast við í leik Fjölnis og Grindavíkur
Mynd: Björn Ingvarsson
Tveir leikir voru spilaðir í 1.deild kvenna í gær. Í A-riðli vann Álftanes 2-0 sigur á BÍ/Bolungarvík en í B-riðli gerðu Fjölnir og Grindavík markalaust jafntefli.

Álftanes 2-0 BÍ/Bolungarvík
1-0 Theodóra Dís Agnarsdóttir ('56)
2-0 Theodóra Dís Agnarsdóttir ('61)

Álftanes heldur sigurgöngu sinni áfram en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og situr í 3.sæti A-riðils á eftir ÍA og Fylki.

Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Theodóru Dís Agnarsdóttur að skora tvívegis fyrir Álftanes. Í fyrra markinu komst hún ein inn fyrir og kláraði vel og síðara markið skoraði hún með fínu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf.

Fjölnir 0-0 Grindavík

Fjölnir tók á móti Grindvíkingum í gær. Leikurinn hófst þónokkuð á eftir áætlun þar sem að Grindvíkingar mættu til leiks í gulum búningum. Sent var eftir varabúningunum sem skiluðu sér þó ekki í hús tímanlega.

Áhorfendur voru þó ekki sviknir því leikurinn var ágætis skemmtun. Grindavíkurliðið var sterkara í fyrri hálfleik en Sonný Lára Þráinsdóttir var frábær í marki Fjölnis og varði bæði ein á móti einni og vítaspyrnu og hélt sínu liði þannig inni í leiknum.

Fjölnisliðið kom öflugra til leiks í síðari hálfleik og var nær því að skora en Grindvíkingar fengu þó besta færi hálfleiksins og gullið tækifæri til að stela öllum stigunum á lokasekúndum leiksins. Aftur varði Sonný glæsilega, ein á móti einni. Hún ásamt Grindvíkingnum Önnu Þórunni Guðmundsdóttur voru bestu leikmenn vallarins í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner