Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 26. júní 2013 13:00
Elvar Geir Magnússon
Arnór Smárason yfirgefur Esbjerg
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Ljóst er að Arnór Smárason mun yfirgefa danska félagið Esbjerg í sumar en þetta staðfestir hann við danska fjölmiðla.

Arnór hefur verið hjá Esbjerg síðan 2010 en áður lék hann með Heerenveen í Hollandi.

„Ég lít svo á að nú sé rétti tímapunkturinn til að prófa eitthvað nýtt. Það var jákvætt að enda þetta með því að verða bikarmeistari með liðinu," sagði Arnór við JydskeVestkysten.

Hann er með nokkur tilboð í höndunum og segist ætla að skoða sína möguleika vel, finna lið sem henti sínum leikstíl.

„Þetta skýrist allt á næstu vikum," sagði Arnór.
Athugasemdir
banner