Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður Keflvíkinga, mun á sunnudag halda til Svíþjóðar þar sem hann verður á reynslu hjá IFK Norrköping. Vísir.is greinir frá þessu í dag.
,,Stefnan er að komast út eftir sumarið og gott að byrja í Skandinavíu. Það er stökkpallur fyrir eitthvað meira. Ég reikna með því að klára samt tímabilið með Keflavík fyrst," sagði Arnór Ingvi við Vísi.
Arnór Ingvi mun æfa með Norrköping í fjóra daga en Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur með sænska félaginu.
Arnór Ingvi lék sjálfur með norska félaginu Sandnes Ulf á láni síðari hlutann á síðasta tímabili.
,,Það var gaman og góð reynsla. Þeir vildu fá mig aftur en ég vildi sýna tryggð við Keflavík og spila þar áfram," sagði Arnór.
Athugasemdir