Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 03. júlí 2013 13:33
Magnús Már Einarsson
Arnór Smárason í Helsingborg (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason hefur gengið til liðs við sænska félagið Helsingborg.

Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Helsingborg en hann var kynntur til sögunnar á fréttamannafundi í dag.

Samningur Arnórs við Esbjerg í Danmörku rann út á dögunum og nokkur félög sýndu honum áhuga.

Á endanum ákvað Arnór að semja við Helsingborg en hann fær leikheimild með liðinu 15. júlí þegar félagaskiptaglugginn opnar.

,,Ég er ánægður með að vera hér. Ég get ekki beðið eftir að byrja að æfa með strákunum," sagði Arnór við heimasíðu Helsingborg.

Helsingborg er sem stendur í öðru sæti í sænsku úrvalsdeildinni, stigi á eftir toppliði Gautaborg. Helsingborg á þó einn leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner