,,Þetta er mjög svekkjandi. Við töpuðum tveimur stigum," sagði Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindavíkur eftir 1-1 jafntefli við Hauka í kvöld.
Grindvíkingar komust yfir þegar Juraj Grizlej skoraði á 91. mínútu en Andri Steinn Birgisson jafnaði þremur mínútum síðar.
,,Eftir slakan fyrri hálfleik þá vorum við miklu betri í síðari hálfleik og áttum að skora 2-3 mörk."
Grindvíkingar komust yfir þegar Juraj Grizlej skoraði á 91. mínútu en Andri Steinn Birgisson jafnaði þremur mínútum síðar.
,,Eftir slakan fyrri hálfleik þá vorum við miklu betri í síðari hálfleik og áttum að skora 2-3 mörk."
Grindvíkingar eru eftir leikinn með 24 stig í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Víkingi og tveimur stigum á undan Haukum.
,,Þetta eru 4, 5 eða 6 lið sem geta komist í úrvalsdeild. Allir geta unnið alla og allt getur gerst. Við þurfum að halda áfram að spila eins og við vorum að spila í dag."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heil dsinni.
Athugasemdir