Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur í fyrstu deildinni, var svekktur með 1-1 jafnteflið gegn Haukum í kvöld, en bæði mörkin komu undir lok leiksins.
,,Manni líður svona hálfpartinn eins og maður hafi tapað, svo maður er svolítið svekktur," sagði Óskar.
,,Mér fannst við hafa gert nánast þokkalega vel og getum verið mjög sáttir við þennan leik, spiluðum mjög vel og áttum fullt af færum. Við vorum að slútta hverri einustu sókn, þetta var gríðarlega jákvæður leikur, en grautfúlt að þeir nái að stela jafnteflinu svona í lokin."
,,Ef ég hefði staðið á línunni þá hefði ég átt séns. Hann fer í boga yfir mig og frábært skot hjá Andra og þegar ég sá hann munda boltann þá vissi ég nákvæmlega hvað væri að fara að gerast, það verður að loka á svona, en það er erfitt að kvarta eftir svona leik," sagði Óskar ennfremur.
Fréttaritari Fótbolta.net tjáði Óskari úrslitin úr hinum leiknum í fyrstu deildinni, þar sem Selfoss vann Víking R með sex mörkum gegn einu og viðbrögð hans voru afar einföld. ,,Töpuðu þeir 6-1? Já okei, vá," sagði hann að ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir