Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
banner
   fim 25. júlí 2013 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Pétursson: Töpuðu þeir 6-1? Vá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur í fyrstu deildinni, var svekktur með 1-1 jafnteflið gegn Haukum í kvöld, en bæði mörkin komu undir lok leiksins.

,,Manni líður svona hálfpartinn eins og maður hafi tapað, svo maður er svolítið svekktur," sagði Óskar.

,,Mér fannst við hafa gert nánast þokkalega vel og getum verið mjög sáttir við þennan leik, spiluðum mjög vel og áttum fullt af færum. Við vorum að slútta hverri einustu sókn, þetta var gríðarlega jákvæður leikur, en grautfúlt að þeir nái að stela jafnteflinu svona í lokin."

,,Ef ég hefði staðið á línunni þá hefði ég átt séns. Hann fer í boga yfir mig og frábært skot hjá Andra og þegar ég sá hann munda boltann þá vissi ég nákvæmlega hvað væri að fara að gerast, það verður að loka á svona, en það er erfitt að kvarta eftir svona leik,"
sagði Óskar ennfremur.

Fréttaritari Fótbolta.net tjáði Óskari úrslitin úr hinum leiknum í fyrstu deildinni, þar sem Selfoss vann Víking R með sex mörkum gegn einu og viðbrögð hans voru afar einföld. ,,Töpuðu þeir 6-1? Já okei, vá," sagði hann að ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner