Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   mán 19. ágúst 2013 11:59
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Siggi Raggi fékk póst frá leikmönnum sem vildu hann ekki áfram
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég fékk bréf frá fjórum leikmönnum, leikmenn eru með skoðanir hver eigi að spila og hver eigi að vera þjálfari," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson í viðtali við 433.is.

Sigurður tilkynnti fyrir helgi að hann væri hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins en sögur herma að nokkrir leikmenn liðsins hafi haft samband við aðra leikmenn og beðið um aðstoð við að þrýsta á að Sigurður Ragnar yrði ekki áfram þjálfari liðsins.

Sigurður segir að þetta hafi þó ekki haft nein áhrif á ákvörðun sína að halda ekki áfram.

„Það er ekki leikmanna að ákveða neitt um það. Það hafa alltaf verið einhverjir leikmenn ósáttir með sína stöðu, að þessu sinni voru einhverjir leikmenn óánægðir sem voru ósáttir með að hafa ekki spilað meira. Þetta voru reynslumiklir leikmenn, þetta var ekkert sem kom inn í mína ákvörðun. Mér fannst þetta komið gott," sagði Sigurður við 433.

Leikmennirnir fjórir sendu bæði KSÍ og Sigurði póst þar sem farið var fram á að þjálfaraskipti yrðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner