Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   mán 19. ágúst 2013 15:32
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Edda Garðars: Eins og það sé fasistastjórn í KSÍ
Kallar Sigga Ragga heigul
Edda Garðarsdóttir.
Edda Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edda Garðarsdóttir, miðjumaður Vals, vandar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni og KSÍ ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi.is. Fram kom fyrr í dag að fjórir leikmenn kvennalandsliðsins hafi sent tölvupóst á Sigurð og KSÍ þar sem farið var fram á þjálfaraskipti áður en Sigurður tók þá ákvörðun að láta af störfum.

„Ég tók ekki þátt í því að senda þetta bréf en aftur á móti bað ég Sigga Ragga um að hitta mig persónulega. Ég þarf ekki að senda neinn tölvupóst," segir Edda.

„Það var misjafnt hvað leikmenn voru að gagnrýna við hans störf en mér þykir nokkuð einkennilegt að hann sé að fara með þetta í fjölmiðla."

Edda var ekki valin í lokahóp íslenska liðsins fyrir Evrópumótið en þar náði Ísland sínum besta árangri frá upphafi.

„Mér fannst ekki smekklegt að hann hafi tilkynnt mér í gegnum síma að ég yrði ekki valin í lokahópinn og vildi því tala við hann í eigin persónu. Hann var bara heigull að tilkynna mér þetta í gegnum síma og því vildi ég fá fund.“

Allir hafa gott af því að Sigurður snúi sér að öðru
„Það var talað um það fyrir mót að þetta væri nú kannski orðið gott hjá honum og ég held að það séu bara allir sammála um það. Ég held að allir hafi samt gott af því að Sigurður fari að snúa sér að öðru núna," segir Edda við Vísi.

„Knattspyrnusambandinu fannst ekki nóg að fá nokkur símtöl frá leikmönnum og vildi því fá þetta skriflegt. Það væri því best að ræða þetta mál betur við Þóri (Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ). Sigurður vill meina að fjórar stelpur hafi skrifað undir þetta bréf en það voru einnig nokkrar sem vildu ekki koma undir nafni sem gáfu grænt ljós. Það er eins og það sé einhver fasistastjórn í KSÍ og fólk þorir oft ekkert að fara á móti þeim.“

Sjá einnig:
Siggi Raggi fékk póst frá leikmönnum sem vildu hann ekki áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner