Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 22. maí 2004 11:24
Hafliði Breiðfjörð
Houllier 100% viss á að vera áfram
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Gerard Houllier stjóri Liverpool sagði í morgun að hann væri þess fullviss að hann yrði enn við stjórn liðsins á næstu leiktíð. ,,Ég er 100% viss á að ég verði hér áfram á næstu leiktíð." sagði hann við bresku pressuna.

,,Stjórnendur félagsins vita að liðið hefur þrisvar komist í Meistaradeildina á síðustu sex árum. Ég get ekki komið í veg fyrir eða stöðvað orðróm en þessar pælingar eru kjaftæði. Ég á eins og stendur í viðræðum við framkæmdastjórann þar sem við erum að undirbúa næstu leiktíð."

Fréttir þess efnis að Houllier sé á förum frá félaginu hafa magnast mikið í vikunni eftir að hafa ólgað í nokkrar vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner