Gerard Houllier knattspyrnustjóri Liverpool mun skilja við félagið í dag eftir fund með David Moores stjórnarformann félagsins. Þetta fullyrðir enska blaðið Observer í dag en þeir segja að uppsögnin verði tilkynnt í opinberri tilkynningu á morgun og þá verður skilnaðurinn útskýrður sem sameiginlegri ákvörðun. Þeir sem eru líklegir til að leysa stöðu Houllier munu vera Alan Curbishley stjóri Charlton, Gordon Strachan fyrrum stjóri Southampton, Steve McClaren hjá Middlesbrough og Rafael Benitez hjá Valencia sem færði spænska liðinu sigur í UEFA Cup og deildinni heima í ár.
Moores mun hafa loksins séð að Houllier verði að fara en Frakkinn fékk mikla virðingu á Anfield eftir hjartaslag sem hann fékk sem fylgdi í kjölfar þess að liðið vann þrennu fyrr um árið 2001, UEFA Cup, FA Cup og Deildabikarinn.
Talið er að Houllier muni halda áfram með félagslið og þá talið líklegast að hann fari í viðræður við Tottenham og Celtic, það er að segja ef Martin O´Neill yfirgefur skoska félagið. Celtic reyndi að ráða hann áður en hann fór til Liverpool árið 1998 án árangurs. O´Neill hefur verið orðaður við stöðuna á Anfield.
Þessu mun semsagt öllu ljúka á næstu 48 klukkustundunum en það er ekki lengra síðan en í gær að Houllier sagðist þess 100% viss að hann yrði við stjórnvölinn á næstu leiktíð.
Athugasemdir