Baldur Sigurðsson
Baldur Sigurðsson er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni árið 2013 að mati Fótbolta.net.
Baldur var frábær á miðjunni hjá Íslandsmeisturum KR í sumar en hann skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir liðið.
Baldur var frábær á miðjunni hjá Íslandsmeisturum KR í sumar en hann skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir liðið.
,,Það er gríðarlegur heiður að fá þennan titil hjá ykkur," sagði Baldur við Fótbolta.net í dag.
,,Það voru margir sem komu til greina. Það er gaman að það var KR-ingur sem fékk þennan titil og það eru margir í liðinu sem hefðu átt þetta skilið."
Eftir að hafa unnið Íslands og bikarmeistaratitilinn 2011 varð KR bikarmeistari í fyrra en gekk ekki vel í Pepsi-deildinni.
,,Við lærðum rosalega mikið árið 2012. Eftir 2011 svifum við svolítið um á bleiku skýi eftir að hafa unnið tvöfalt. Við virtumst vera saddir eftir að hafa klárað bikartitilinn í fyrra og hrunið í lok tímabilsins."
,,Við nýttum veturinn vel í að læra af mistökunum og sáum að leikirnir sem eru um miðjan september eru jafn mikilvægir og leikirnir sem eru í upphafi móts í maí."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Ölgerðina.
Sjá einnig:
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR
Athugasemdir