Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson er þjálfari ársins að mati Fótbolta.net en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitilsins á liðnu tímabili.
„Það er alltaf gaman að fá hvatningu og verðlaun fyrir vel unnin störf," segir Rúnar.
„Undirbúningstímabilið var flott hjá okkur andi. Liðsandinn góður og liðsheildin. Við byrjuðum mótið gríðarlega vel og það hjálpaði mikið til verðandi sjálfstraust. Það eru allir góðir félagar og þetta spilar allt inn í."
Býst Rúnar við að það verði miklar breytingar á leikmannahópi KR fyrir næsta sumar?
„Það verða einhverjar breytingar. Það er nánast óhjákvæmilegt, það fara öll lið í gegnum það. Við erum rétt byrjaðir að vinna þá vinnu núna og gerum einhverjar breytingar."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Ölgerðina.
Sjá einnig:
Heimir Guðjóns besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristins besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir