Dean Martin er á förum frá ÍA en hann hefur samið um starfslok hjá félaginu. Dean hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍA undanfarin ár en hann mun nú róa á önnur mið.
Dean er 41 árs gamall en hann segist vera opinn fyrir því að spila og þjálfa fótbolta áfram.
,,Ég ætla að skoða allt sem er í boði," sagði Dean við Fótbolta.net í dag.
,,Ég er ekki að spá í að leggja skóna á hilluna en ef lið er að leita að þjálfara er ég líka klár í það."
Dean kom til Íslands árið 1995 þegar hann gekk í raðir KA en hann hefur síðan leikið með bæði ÍA og KA síðan þá.
Athugasemdir