Framarar halda áfram að næla í unga leikmenn en félagið var nú að ganga frá samningum við vinstri bakvörðinn Ósvald Jarl Traustason sem kemur til félagsins frá Breiðabliki og gerir við þá þriggja ára samning.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem félagið semur við á sólarhring og sá fimmti síðan Bjarni Guðjónsson tók við þjálfun liðsins fyrr í mánuðinum.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem félagið semur við á sólarhring og sá fimmti síðan Bjarni Guðjónsson tók við þjálfun liðsins fyrr í mánuðinum.
Ósvald Jarl sem er fæddur árið 1995 kemur til félagsins frá Breiðabliki þar sem hann er uppalinn, en hann leikur í stöðu vinstri bakvarðar. Hann hefur ekki spilað með Breiðablik í meistaraflokki en hann var lánaður til Leiknis í félagaskiptaglugganum í júlí þar sem hann spilaði 8 leiki í 1. deildinni.
Ósvald Jarl hefur spilað 13 leiki með U17 ára landsliði Íslands og 10 leiki með U19, þar af tvo sem fyrirliði liðsins. Í öllum þessum 23 landsleikjum hefur Ósvald verið byrjunarliðsmaður.
Ósvald er sem fyrr sagði fimmti leikmaðurinn sem Fram fær til liðs við sig á viku. Fyrr í dag kom Alexander Már Þorláksson frá ÍA, í gær kom Einar Bjarni Ómarsson frá KV og um síðustu helgi þeir Arnþór Ari Atlason frá Þrótti og Hafsteinn Briem frá Haukum.
Félagið hefur misst fjölda leikmanna, Ólafur Örn Bjarnason er hættur, Almarr Ormarsson fór í KR, Sam Hewson í FH, Kristinn Ingi Halldórsson í Val og erlendu leikmennirnir, Alan Lowing, Jordan Halsman, Jon André Röyrane og Steffen Haugland fá ekki nýjan samning.
23 leikmenn spiliðu með Fram á síðustu leiktíð og auk þessara átta sem voru nefndir voru Steven Lennon og Helgi Sigurðsson þegar farnir á braut auk þess sem óvissa er með framtíð Jóns Gunnars Eysteinsonar og Halldórs Hermanns Jónssonar en sá síðarnfendi er orðaður við Þór á Akureyri. Þá gæti Hólmbert Aron Friðjónsson farið í atvinnumennsku.
Athugasemdir