Atli Fannar Jónsson nýr leikmaður (Staðfest)
Nú stendur yfir fréttamannafundur hjá ÍBV á Cabin-hóteli í Reykjavík. Þar hefur Dean Martin verið kynntur sem nýr aðstoðarþjálfari hjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni.
Við sama tækifæri skrifaði Atli Fannar Jónsson, framherji úr Breiðabliki, undir samning við ÍBV. Atli var á láni á síðustu leiktíð hjá Tindastóli en hann skrifaði undir tveggja ára samning.
Atli er fæddur 1995 og á þrjá leiki að baki með Blikum í Pepsi-deildinni.
Dean Martin skrifaði undir þriggja ára samning en hann sagði á fundinum að skórnir væru farnir upp í hillu, hann mun því ekki spila með ÍBV næsta sumar.
Athugasemdir