Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. október 2013 17:12
Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi búinn að semja við Norrköping (Staðfest)
Arnór í leik með U21-landsliðinu.
Arnór í leik með U21-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska félagið Norrköping.

Hann verður kynntur fyrir stuðningsmönnum fyrir leik liðsins gegn Öster í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór hefur verið lykilmaður hjá Keflavík og var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar af leikmönnum.

Arnór fór í fyrra til Noregs þar sem hann var á láni hjá Sandnes Ulf seinni hluta tímabils. Hann hefur verið að standa sig vel með U21-landsliði Íslands.

„Ég hlakka mikið til að byrja að spila með liðinu. Mér lýst mjög vel á allar aðstæður, Janne Andersson er gríðarlega góður þjálfari," segir Arnór á heimasíðu Norrköping en hann vonast til að geta gert tilkall í byrjunarliðið sem fyrst.

Norrköping er í níunda sæti deildarinnar og á tvo leiki eftir á tímabilinu.
Athugasemdir
banner