Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   þri 29. október 2013 11:57
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Mbl.is 
Miði.is: Kerfið hefði þolað álagið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Starfsmaður Miði.is segir að þær útskýringar KSÍ að kerfi síðunnar hefði ekki höndlað mikla eftirspurn ekki standast skoðun.

Miðasala á landsleik Íslands og Króatíu hófst klukkan 4 í nótt og voru miðarnir uppseldir áður en flestir áttuðu sig á því að salan væri hafin.

Samkvæmt Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, var ástæða þessarar óvenjulegu tímasetningar sú að kerfi miðasölunnar hefði aldrei þolað álagið ef salan hefði hafist á auglýstum tíma um miðjan dag.

Í samtali við Mbl.is sagði starfsmaður Miði.is að reiknað hefði verið með 15 til 20 þúsund eftirspurnum ef salan hefði farið af stað um miðjan dag, en bætti því við að síðan höndli mun meira en 20 þúsund beiðnir.

15:08: Ólafur Thorarensen, framkvæmdastjóri Miði.is, vill koma því á framfæri að ekki hafi verið rétt haft eftir starfsmanni miði.is á mbl.is.
Athugasemdir
banner
banner