Heimild: Mbl.is
Ögmundur Kristinsson, fyrirliði Fram í Pepsi-deild karla, er kominn aftur til æfinga hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sandnes Ulf en þetta kemur fram á Mbl.is.
Hann fór til Sandnes Ulf strax eftir að Pepsi-deildinni lauk hér á Íslandi, en varð þá fyrir því óláni að puttabrotna á fyrstu æfingu sinni.
Hann er því mættur aftur til félagsins og mun hann æfa með félaginu fram á föstudag áður en hann heldur heim.
Ögmundur hittir þar fyrrum liðsfélaga sinn hjá Fram hjá Sandnes Ulf, en það er skoski framherjinn Steven Lennon sem samdi við félagið í sumar.
Athugasemdir