Undanfarinn sólarhring hefur verið þögn á Fótbolti.net til minningar um sorgleg úrslit íslenska landsliðsins í vináttuleik gegn því enska á laugardaginn. Leiknum lauk með 6-1 sigri Englendinganna og með þögninni vildum við minnast baráttuandans sem vantaði algjörlega í íslenska liðið og einnig virðingarinnar sem vantaði fyrir stuðningsmönnunum sem voru á þriðja þúsund og lögðu á sig langa leið til að sjá lið sitt spila.
Annars varð alvarleg bilun varð í netþjóni hjá okkur um miðjan dag í gær og stóð viðgerð yfir sleitulaust síðan. Rétt í þessu náðist svo að laga hana og því er Fótbolti.net uppi.
Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessu veseni og þeim óþægindum sem dyggir lesendur hafa orðið fyrir.
Athugasemdir