Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. janúar 2014 23:20
Þórður Már Sigfússon
Solbakken og Berg vilja fá Björn Bergmann
Gæti farið til FC Kaupmannahafnar eða Legia Varsjá
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Getty Images
Björn Bergmann Sigurðarson er að öllum líkindum á förum frá enska 2. deildarliðinu Wolverhampton Wanderers en hann hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu í undanförnum leikjum, þrátt fyrir rysrjótt gengi liðsins.

Björn hefur ekki náð sér á strik á Englandi eftir flutninginn frá Lilleström til Wolves sumarið 2012 og hefur einungis náð að skora sjö deildarmörk.

Hins vegar er hann mikils metinn meðal þeirra sem þekkja til hans og íhuga nú tveir fyrrum þjálfarar hans að krækja í leikmanninn.

Fótbolti.net greindi fyrst frá áhuga FC Kaupmannahafnar á leikmanninum í nóvember síðastliðinn en Stale Solbakken, stjóri liðsins, hefur mikið álit á Birni eftir að hafa þjálfað hann um nokkurra mánaða skeið hjá Wolves.

Líklegt er að tilboð frá félaginu berist í leikmanninn í þessum mánuði en Solbakken er með aðra sóknarmenn í sigtinu gangi Björn úr skaftinu.

Samkvæmt heimildum Fótbolti.net hafa ríkjandi Póllandsmeistarar í Legia Varsjá einnig bæst í hóp áhugasamra liða á leikmanninum en nýráðinn þjálfari liðsins, Henning Berg, þekkir vel til leikmannsins eftir að hafa þjálfað hann um tveggja ára skeið hjá Lilleström undir lok síðasta áratugar.

Berg hefur mikið álit á Birni en stutt er síðan að hann lét hafa eftir sér að Björn hefði hæfileikana til að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Auk þess eru lið í Hollandi, Belgíu, Noregi og Svíþjóð einnig með Björn undir smásjánni.
Athugasemdir
banner
banner
banner