Matt Preston, Danny Griffiths, Kieron Morris leikmenn Walsall á Englandi eru á leið til ÍBV á reynslu en þetta kemur fram á 433.is í dag.
Leikmennirnir verða allir með ÍBV gegn Stjörnunni í Fótbolta.net mótinu í Kórnum í hádeginu á laugardag.
Leikmennirnir verða allir með ÍBV gegn Stjörnunni í Fótbolta.net mótinu í Kórnum í hádeginu á laugardag.
Preston er miðvörður, Morris er vinstri kantmaður og Griffiths er sóknarmaður en þeir hafa ekki fengið tækifæri með Walsall í ensku C-deildinni.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, lék með Walsall tímabilið 1999/2000 og hann hefur náð samkomulagi við félagið um að fá leikmenn á láni.
,,Ég fór og hitti stjórann hjá Walsall og kom á samkomulagi um að við gætum fengið leikmenn á láni," sagði Sigurður Ragnar í Reitaboltanum á 433.is í dag.
,,Þetta eru leikmenn sem eru á fyrsta ári sem atvinnumenn, þetta eru efnilegir leikmenn. Þá vantar verkefni. Þetta gæti verið verkefni sem hentar öllum aðilum."
Athugasemdir