Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 08. janúar 2014 11:50
Magnús Már Einarsson
Sean Reynolds til FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar hafa samið við bandaríska varnarmannin Sean Reynolds en hann var til reynslu hjá félaginu í síðasta mánuði.

Reynolds mun væntanlega koma til landsins fyrir helgi en þó er ólíklegt að hann verði með FH-ingum í leiknum gegn Grindavík í Fótbolta.net mótinu á föstudagskvöld.

,,Þetta er mjög öflugur strákur," sagði Guðlaugur Baldursson aðstoðarþjálfari FH við Fótbolta.net í dag.

Reynolds er 23 ára gamall en hann var síðastaá mála hjá VSI Tampa Bay FC sem leikur í þriðju efstu deild í Bandaríkjunum. Áður lék hann í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og með Thunder Bay Chill í Kanada.

FH-ingar hafa verið að basla með miðvarðarstöðuna en báðir miðverðirnir sem áttu byrjunarliðssætin í sumar eru farnir frá þeim. Freyr Bjarnason er hættur í fótbolta og Guðmann Þórisson farinn í atvinnumennsku til Svíþjóðar.

Þá fór Brynjar Ásgeir Guðmundsson í aðgerð fyrir jól og verður frá keppni næstu mánuðina.

FH-ingar hafa einnig fengið kant og sóknarmanninn Steinar Aron Magnússon til liðs við sig frá Hetti. Steinar Aron er fæddur árið 1995 en hann skoraði þrjú mörk í 19 leikjum með Hetti í 2. deildinni síðastliðið sumar.

,,Hann er á 2. flokks aldri og kemur inn í 2. flokkinn. Hann er síðan undir sömu formerkjum og þessir ungu menn hjá okkur. Ef hann stendur sig þá færist hann nær meistaraflokknum og á möguleika á að æfa með okkur. Þetta er mjög efnilegur piltur," sagði Guðlaugur við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner