Heimild: Blikar.is
Breiðablik hefur samið við skoska vinstri bakvörðinn Jordan Halsman en þetta kemur fram á Blikar.is.
Halsman lék með Fram í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en hann var á reynslu hjá Blikum fyrr í mánuðinum.
Halsman lék með Fram í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en hann var á reynslu hjá Blikum fyrr í mánuðinum.
Halsman spilaði meðal annars með Blikum gegn Keflavík í Fótbolta.net mótinu á dögunum.
Breiðablik hefur verið að leita að nýjum vinstri bakverði þar sem Kristinn Jónsson sem hefur spilað í þeirri stöðu undanfarin ár er genginn í raðir Brommapojkarna í Svíþjóð. Þá gekk Ósvald Jarl Traustason í raðir Fram.
Halsman er 22 ára gamall Skoti en hann lék 25 leiki í deild og bikar með Fram í fyrra og varð bikarmeistari með liðinu.
Athugasemdir