Boltinn sem David Beckham notaði er hann misnotaði vítaspyrnuna í vítaspyrnukeppninni gegn Portúgal er kominn til Norður Spánar. Beckham tók fyrstu spyrnuna og skaut langt framhjá og yfir markið í leiknum sem heimamenn unnu. 25 ára Spánverji sem var í stúkunni greip boltann og tók hann heim.
,,Ég spila hafnabolta og þegar boltinn kom í áttina að mér hoppaðiég, greip boltann með annari hendi og setti hann undir bolinn." sagði Spánverjinn Pablo Carral í morgun.
,,Ég ætla að eiga hann því þetta er frábær minjagripur. Við sátum í Q röðinni svo þú getur ímyndað þér hversu langt skotið fór framhjá."
Athugasemdir