Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 17. mars 2014 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Pablo Punyed í Stjörnuna (Staðfest)
Pablo hleður skotfótinn
Pablo hleður skotfótinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Pablo Oshan Punyed Dubon er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Stjörnuna og kemur frá Fylki.

Pablo er 24 ára gamall og frekar fjölhæfur enda getur hann leikið á miðjunni, á vængnum og sem bakvörður. Á heimasíðu Stjörnunnar er hann kynntur sem miðjumaður.

Pablo sem er örvfættur lék 11 leiki með Fylki á síðasta tímabili og missti af nokkrum umferðum vegna meiðsla.

Leikmaðurinn lék með Fjölni áður en hann fór til Fylkis og hefur verið að æfa með FH á undirbúningstímabilinu og kemur nokkuð á óvart að hann hafi nú samið við Stjörnuna.

„Europa League next year. Love it!" skrifaði Pablo á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner