Okkur hér á Fótbolti.net var í gærkvöld bent á vefsíðu sem einn leikmanna úr Landsbankadeild karla heldur úti en á henni eru mikil meiðyrði gegn dómurum í deildinni sem og öðrum nafngreindum mönnum. Dónaskapurinn er allsráðandi í skrifunum og mætti teljast undarlegt ef þetta hefur enga eftirmála. Við grípum hér að neðan í nokkur valin atriði úr skrifunum.
Jóhannes Valgeirsson
Hver ól þennan hálfvita í heiminn. hann ætti að skammast sín, það hefði alveg mátt missa hann í gólfið þegar hann var krakki. hann gaf okkur 3 spjöld fyrir kjaft í leiknum á móti Fylki. Hann er 2 metra fyrir innan,það eru 2 lið inná vellinum,þetta er ekki tíminn til að vera með svona lélega brandara. Fyrir þetta fengum við 3 spjöld,ég óli stefán og Eysteinn. ekki skrýtið að við erum brjálaðir yfir þessum vitleysing,hann hefur sleikt mörg rassgöt til þess að fá þetta uefa skírteini því hann bara kann hreinlega ekki að dæma, hann er sprunginn eftir 20 mín í leikjum og svo dregur hann bara lappirnar það sem eftir er. ég held að ksí ætti að fara að endurskoða þessi dómaramál. það er ekki nóg að senda þá i vikufyllerí til spánar og kalla þetta æfingarbúðir fyrir tímabilið..það þarf að opna þessa umræðu
Ingi jafnar seint i leiknum með ömurlegu marki. og síðast en ekki síst Gylfi Orrasson þú er einn sá allra mesti aumingi sem ég hef kynnst á minni lífsleið, vonandi hittumst við á förnum vegi einhvern tímann á næstunni......
Það sem er minnistæðast úr þessum leik er enginn annar en Þorvaldur örlygsson þjálfari KA manna. ÞVÍLÍKUR DRULLUHALI OG AUMINIGI. Hann grenjaði allan leikinn og var með skítkast út í allt og alla, í staðinn fyrir að reyna að kenna þessu liði hvernig eigi að spila boltanum á milli sín þá vælir hann allan tímann út í dómarann og línuvörðinn. skil ekki hvernig hann kemst alltaf upp með þetta og að endanum þegar hann var hreinlega orðin uppþornaður eftir allt vælið þá rak dómarinn Óðinn útaf fyrir nánast því ekki neitt. Það ætti nú að senda svona menn til Sierra Leone í þrælahald í nokkra mánuði.
Leikmaðurinn er Orri Freyr Hjaltalín leikmaður Grindavíkur en hægt er að nálgast síðuna á slóðinni Blog.Central.is/Orri Auk dónaskapsins í garð knattspyrnumanna eru orð hans í garð Forseta Íslands ekki til fyrirmyndar.
Sjá einnig:
Dónalegur Grindvíkingur
Afsökunarbeiðni frá Orra Frey Hjaltalín
Tilkynning frá Grindavík vegna Orra málsins
Orri fékk eins leiks bann fyrir ummælin
Athugasemdir