Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. maí 2014 15:15
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 1. deild: Ferillinn verður ekki sá lengsti
Vilhjálmur Pálmason, leikmaður Þróttar.
Vilhjálmur Pálmason, leikmaður Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik á gervigrasvellinum í Laugardal.
Í leik á gervigrasvellinum í Laugardal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bjóst við að við ættum góða möguleika í Haukana. Við höfum átt góða spilkafla og litið ágætlega út þó við höfum ekki alltaf smollið saman," segir Vilhjálmur Pálmason, leikmaður Þróttar.

Vilhjálmur er leikmaður umferðarinnar í 1. deild en hann skoraði tvö og lagði upp eitt mark í 4-1 útisigri Þróttar gegn Haukum. Úrslitin komu mörgum fótboltaáhugamönnum á óvart.

„Ég hafði fulla trú á þessu og við sýndum að á góðum degi getum við alveg unnið svona lið. Við byrjuðum af krafti og héldum ákefðinni út, Haukar áttu engin svör við þessu."

Lærir að verða læknir
Vilhjálmur náði ekki að skora í deildinni í fyrra en stimplaði sig inn strax í fyrstu umferð í ár.

„Ég veit ekki hvað hefur breyst. Ég var ekki alveg sáttur með að skora ekki í fyrra. Ég hef verið í krefjandi námi í læknisfræði og geri mér grein fyrir því að ferillinn minn mun ekki verða sá lengsti. Ég reyni bara að njóta þess að spila hvern leik og njóta sumarsins. Maður reynir bara að gera vel í þessum tímabilum sem eru eftir," segir Vilhjálmur.

„Maður finnur það í þessu námi að það er farið að vera erfitt að beita sér 100% á báðum vígstöðum. Ég á skilningsríka þjálfara og fæ frí þegar það eru próf. Þetta er púsluspil. Námið er lotuskipt og það koma tarnir inn á milli."

„Læknisfræðin tengist mínu ævistarfi en maður hefur verið í fótbolta síðan maður var sex ára. Þetta er meira en áhugamál og hefur fylgt manni lengi. Það væri erfitt að hætta."

Æfði spretthlaup
Vilhjálmur hefur einnig verið að æfa frjálsar íþróttir.

„Ég var í frjálsum þegar ég var yngri og langaði svo að athuga hvað ég gæti. Ég tók undirbúningstímabilið fyrir áramót núna, var ekki í fótbolta en æfði spretthlaup með ÍR. Ég keppti svo á nokkrum mótum í janúar og febrúar. Það skilar sér," segir Vilhjálmur.

Þar sem um er að ræða innanhústímabil hefur Vilhjálmur verið að keppa í 60, 200 og 400 metra hlaupum. Hann hljóp 60 metrana á 7,19 sekúndum, 200 metrana á 22,7 sekúndum og 400 metrana á 50,47.

„Hlutfallslega er ég því líklega bestur í 400 metrunum af þessum þremur vegalengdum."

Annars er Vilhjálmur spenntur fyrir sumrinu hjá Þrótti.

„Það er mjög góð stemning, við fórum í skemmtileg en óvenjulega æfingaferð til Englands. Við spiluðum leiki, æfðum og skemmtum okkur. Hópurinn er mjög samstilltur og spenntur fyrir sumrinu framundan," segir V
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner