Elfsborg varð í dag sænskur bikarmeistari eftir að hafa lagt Helsingborg að velli í úrslitaleik bikarsins á Friends Arena í dag.
Lokatölur urðu 1-0 þar sem Lasse Nilson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik.
Var það nokkuð gegn gangi leiksins, en Helsingborg átti 15 marktilraunir gegn fimm tilraunum Elfsborg.
Lokatölur urðu 1-0 þar sem Lasse Nilson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik.
Var það nokkuð gegn gangi leiksins, en Helsingborg átti 15 marktilraunir gegn fimm tilraunum Elfsborg.
Landsliðsmaðurinn Arnór Smárason var í byrjunarliði Helsingborg og lék allan leikinn. Krækti hann sér í gult spjald undir lokin.
Athugasemdir