Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   sun 18. maí 2014 17:32
Daníel Freyr Jónsson
Elfsborg lagði Helsingborg og tryggði sér bikarinn
Arnór Smárason tapaði bikarúrslitaleik.
Arnór Smárason tapaði bikarúrslitaleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfsborg varð í dag sænskur bikarmeistari eftir að hafa lagt Helsingborg að velli í úrslitaleik bikarsins á Friends Arena í dag.

Lokatölur urðu 1-0 þar sem Lasse Nilson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik.

Var það nokkuð gegn gangi leiksins, en Helsingborg átti 15 marktilraunir gegn fimm tilraunum Elfsborg.

Landsliðsmaðurinn Arnór Smárason var í byrjunarliði Helsingborg og lék allan leikinn. Krækti hann sér í gult spjald undir lokin.


Athugasemdir
banner