Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 28. maí 2014 14:10
Alexander Freyr Tamimi
Viðar Örn: Oft spurður af hverju Íslendingar eru svona góðir
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Úr einkasafni
,,maður er búinn að bæta sig heilmikið sem leikmaður eftir að maður kom. Ég er bara mjög sáttur í dag, ég er kannski mjög heppinn með að hafa byrjað að skora snemma, það gæti hafa verið smá heppni líka.“
,,maður er búinn að bæta sig heilmikið sem leikmaður eftir að maður kom. Ég er bara mjög sáttur í dag, ég er kannski mjög heppinn með að hafa byrjað að skora snemma, það gæti hafa verið smá heppni líka.“
Mynd: Kenneth Myhre - Kennethmyhre.net
Liðsfélagar Viðars fagna hér marki Íslendingsins með honum.
Liðsfélagar Viðars fagna hér marki Íslendingsins með honum.
Mynd: Kenneth Myhre - Kennethmyhre.net
,, Sjálfstraustið er orðið gríðarlega mikið og það hjálpaði að sjálfsögðu að skora á undirbúningstímabilinu, ég verð að segja það.“
,, Sjálfstraustið er orðið gríðarlega mikið og það hjálpaði að sjálfsögðu að skora á undirbúningstímabilinu, ég verð að segja það.“
Mynd: Kenneth Myhre - Kennethmyhre.net
Viðar Örn Kjartansson er ein skærasta stjarnan í norsku úrvalsdeildinni í dag, en þessi 24 ára gamli Selfyssingur hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Våleranga og skorað 11 mörk í fyrstu 11 leikjum tímabilsins.

Viðar gerði góða hluti með Fylki á síðustu leiktíð og var keyptur til Noregs og hefur hann staðið sig vonum framar og vakið gríðarlega athygli.

Fótbolti.net heilsaði upp á Viðar Örn í Osló, en viðtal okkar við hann verður birt í þremur hlutum, í dag og næstu daga. Viðari líkar vel í Noregi og er að vonum ánægður með þessa draumabyrjun.

„Þetta er bara frábært. Mér líður mjög vel hérna og borgin er frábær. Það gengur vel, og það er náttúrulega fyrir öllu. Ég hugsa að manni myndi líða aðeins verr hérna ef það gengi illa, þá væri þetta erfiðara. En ég get ekki kvartað,“ sagði Viðar við Fótbolta.net við bryggjuna í höfuðborginni Osló.

Menn voru kannski með efasemdir í byrjun
Viðar er ánægður með að hafa kosið að fara til Våleranga, en hann var undir smásjá annarra norskra knattspyrnufélaga og fór einnig á reynslu til Celtic í Skotlandi.

„Ég hugsa að það hafi verið margir fleiri klúbbar hér í Noregi sem voru inni í myndinni og ég er bara rosalega heppinn með klúbb. Það er líka minni samkeppni fyrir mig því ég er eini framherjinn þarna. Ég hefði getað lent í meiri samkeppni og ef ég hefði ekki byrjað nógu vel, þá hefði þetta getað farið illa í byrjun. En stuðningsmennirnir eru frábærir, ég er í Osló og þjálfarinn hefur gríðarlega mikla trú á mér, þannig að þetta er draumur,“ sagði Viðar Örn, sem viðurkennir að það hafi tekið smá tíma að aðlagast norska boltanum, þó það sé ekki að sjá í dag.

„Það tók smá tíma að venjast tempóinu. Ég held ég hafi ekki skorað fyrstu tvo eða þrjá leikina á undirbúningstímabilinu og menn voru kannski með smá efasemdir í byrjun, en svo byrjaði ég að skora og ég hef ekki hætt síðan. Sjálfstraustið er orðið gríðarlega mikið og það hjálpaði að sjálfsögðu að skora á undirbúningstímabilinu, ég verð að segja það.“

Meiri hraði og meiri hlaup
Viðar segir að norska deildin sé hraðari en sú íslenska en að einhverjir íslenskir leikmenn geti vel plummað sig, eins og sannast hefur í gegnum árin. Hann nefnir líka að áhorfendur séu talsvert fleiri og umgjörðin góð.

„Það eru íslenskir leikmenn sem geta spilað hérna. Þú ert kannski vanur að spila fyrir max 2000 manns heima en hérna ertu að spila fyrir allavega 10.000 manns. Svo er miklu meiri hraði í leiknum og þú þarft að geta hlaupið miklu meira. Þetta er non-stop keyrsla allan tímann og allir eru í betra formi heldur en á Íslandi. Tæknilega er hún betri líka, þetta er bara svona level fyrir ofan Pepsi-deildina,“ sagði Viðar Örn.

„Leikmennirnir sem eru að spila í liðinu mínu hafa spilað um allan heim og margir hverjir í einhverjum landsliðum, og ég vissi ekkert hvernig það var. Þetta eru svolítið stór nöfn inn á milli og þetta var smá sjokk. Þetta eru mjög góðir leikmenn og þeir bjuggust við því að þú myndir sigra heiminn á fyrstu æfingu, en ég gerði það svo aldeilis ekki.“

„En þetta vandist bara vel og maður er búinn að bæta sig heilmikið sem leikmaður eftir að maður kom. Ég er bara mjög sáttur í dag, ég er kannski mjög heppinn með að hafa byrjað að skora snemma, það gæti hafa verið smá heppni líka.“

„Umgjörðin er mjög fín. Við erum með stóra höll sem við æfum í á veturna og mjög flotta umgjörð. Það eru einhverjir 30 manns að vinna fyrir klúbbinn í alls konar störfum, og svo erum við með stærsta „fanbase“ í Noregi. Þeir eru alveg klikkaðir, ef svo má að orði komast, og margir stuðningsmannahópar sem eru ástríðufullir og flottir.“


Íslendingarnir fá mikla athygli í Noregi
Viðar segir að íslenskir fótboltamenn vekji mikla athygli í Noregi og undrast frændur okkar hvernig svona lítil þjóð getur átt svona marga góða knattspyrnumenn.

Íslendingar hafa getið sér mjög gott orð í Noregi í gegnum tíðina og hefur Viðar Örn nú bæst í þeirra hóp.

„Þeir sýna íslenskum fótboltamönnum þvílíka athygli. Maður er spurður nánast á hverjum degi af hverju Íslendingarnir eru að standa sig svona vel. Ég á í sjálfu sér erfitt með að svara því en ég segi að gæðin séu að verða betri á Íslandi og aðstaðan náttúrulega líka,“ sagði Viðar.

„Svo er það eitthvað öðruvísi við Íslendinginn heldur en Norðmanninn, ég held að það sé einhver viljakraftur. Við leggjum aðeins meira á okkur heldur en Norðmaðurinn og það gæti talið líka. Þeir eru allavega mjög hrifnir og finnst mjög stórt að svona lítil þjóð sé að spila svona vel, sérstaklega í Noregi.“

Fótbolti.net þakkar Kenneth Myhre fyrir ljósmyndirnar.
Athugasemdir
banner
banner