Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 04. júní 2014 17:07
Alexander Freyr Tamimi
„Lögð í hálfgert einelti af mörgum dómurum deildarinnar“
Mist Elíasdóttir varð bikarmeistari með Blikum í fyrra.
Mist Elíasdóttir varð bikarmeistari með Blikum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
,,Mér finnst ég vera lögð í hálfgert einelti af mörgum dómurum deildarinnar. Sem að mínu mati er svolítið skrítið, þar sem þeir eiga að vera fulltrúar KSÍ, sem eru miklir talsmenn gegn einelti.
,,Mér finnst ég vera lögð í hálfgert einelti af mörgum dómurum deildarinnar. Sem að mínu mati er svolítið skrítið, þar sem þeir eiga að vera fulltrúar KSÍ, sem eru miklir talsmenn gegn einelti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist Elíasdóttir, markvörður Aftureldingar í Pepsi-deild kvenna, er komin í leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, fjögurra í röð.

Líklega er um algert einsdæmi að ræða að markvörður sé farinn í leikbann eftir fjórar umferðir eftir að hafa fengið gult spjald í þeim öllum, en Mist tekur út bannið í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins gegn Val.

Mist er virkilega ósátt með einhver spjöldin og segir að dómgæslu í kvennafótbolta sé verulega ábótavant.

,,Verðskulduð og ekki verðskulduð spjöld. Spjaldið sem ég fékk í Vals leiknum var klárlega verðskuldað, þar sem ég ítrekað átti orðaskipti við dómarann. Enda fannst mér línuvörðurinn standa sig einstaklega illa," sagði Mist við Fótbolta.net í dag.

Fleiri kvartað undan hræðilegum dómurum
,,Ég er ekki að biðja um að fá sérmeðferð. Allir eiga kröfu á að samræmi sé í dómgæslu alltaf, allsstaðar. Fleiri en ég hafa kvartað undan hræðilegum dómurum í efstu deild kvenna. Skemmst er að minnast á þjálfara FH sem fór alveg rétt með mál þegar að hann sagði að dómarar í kvennaboltanum séu ekki starfi sínu vaxnir," sagði Mist.

Hún segist vera mjög ósátt við spjöldin sem hún fékk gegn Selfossi og FH og segir að þau hafi ekki átt rétt á sér.

,,Spjöldin sem ég fékk bæði í leiknum á móti Selfossi og FH eru algjörlega út í hött, Ég vil sérstaklega minnast á atvik í Pepsi-deild karla þar sem ÍBV marvörðurinn fer út í boltann og nær að rífa búning leikmans eftir endilöngu ásamt því að skilja eftir sig heljarinnar takkafar, var ekki talið vera leikbrot og hann fékk ekki einu sinni áminningu."

Lögð í einelti af ákveðnum dómurum
Mist er virkilega ósátt með framkomu dómara í sinn garð og telur sig vera skotmark nokkurra þeirra. Gengur hún svo langt að segja að hún sé lögð í einelti.

,,Að mínu mati þá finnst mér ekki eðlilegt að ávarpa leikmenn með nafni innan vallar og finnst mér það dónaskapur. Ekki er það talið eðlilegt ef að leikmenn ávarpa dómara með nafni, afhverju er það þá gert í hina áttina. Ég er ítrekað kölluð með nafni og finnst það skrítið, þar sem að nánast enginn annar á vellinum er þannig ávarpaður," sagði Mist.

,,Mér finnst ég vera lögð í hálfgert einelti af mörgum dómurum deildarinnar. Sem að mínu mati er svolítið skrítið, þar sem þeir eiga að vera fulltrúar KSÍ, sem eru miklir talsmenn gegn einelti."
Athugasemdir
banner
banner
banner