Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 20. júlí 2004 13:20
Magnús Már Einarsson
Ítalski boltinn aftur á Sýn og fleiri leikir frá Spáni
Mynd: Magnús Már Einarsson
Ítalski boltinn er kominn aftur á Sýn og verður einn leikur í viku í beinni útsendingu á komandi tímabili en þessu greindi Hilmar Björnsson hjá Sýn frá í íþróttaþættinum á Skonrokk nú í þessu. Þá verða tveir leikir sýndur beint á viku úr La Liga eða spænska boltanum og verður þá oftast einn leikur á laugardegi og annar á sunnudegi.

Þrátt fyrir að Sýn hafi misst sýningarréttinn á ensku deildinni þá slá þeir ekki slöku við en Sýn hefur ennþá sýningarrétt á leikjum enska landsliðsins, enska Fa bikarnum og enska deildabikarnum. Einnig hefur Sýn ákveðið að byrja að sýna einhverja leiki úr ensku fyrstu deildinni.

Boltinn með Guðna Bergs mun einnig vera áfram á Sýn og mun hann vera á mánudögum frá klukkan 20:30 til 22:00 þar sem að sýnd verða mörk frá Spáni og Ítalíu sem og myndir úr leikjum í frönsku og hollensku deildinni. Þátturinn verður öll mánudagskvöld en á síðustu leiktíð datt einn og einn þáttur út þegar að um landsleikjahelgi var að ræða en svo verður ekki nú.

Þá mun stöðin hafa fleiri leiki úr Evrópukeppni Félagsliða á fimmtudögum og þegar að Meistaradeildin er á þriðju og miðvikudögum mun einn leikur vera sýndur beint, svo munu mörkin úr leikjum kvöldsins vera sýnt áður en að annar leikur verður sýndur óbeint.

Frábær dagskrá hjá Sýn í vetur og fótboltaáhugamenn geta hlakkað til vetursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner