Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   lau 14. júní 2014 16:59
Þórir Karlsson
Jörundur Áki: Ömurleg staða sem við erum í
Jörundur Áki Sveinsson.
Jörundur Áki Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Manni líður aldrei vel eftir tapleik og sú tilfinning breytist ekkert hvort sem tapleikirnir eru fleiri eða ekki. En þetta er ömurleg staða sem við erum í og við verðum að gjöra svo vel að hysja upp um okkur buxurnar og vinna okkur út úr þessu," sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur eftir 1-3 tap heima gegn KA í dag en þetta var fjórði tapleikur liðsins í 1. deildinni í sumar í röð og þeir aðeins með 3 stig úr 5 leikjum.

Lestu um leikinn: BÍ/Bolungarvík 1 -  3 KA

Annað mark KA kom eftir aukaspyrnu sem heimamenn voru virklega óánægðir með, var þetta aldrei brot?

,,Mér fannst það vera vægt en dómarinn dæmdi brot og þeir skora upp úr því. Við því er lítið að segja," sagði Jörundur Áki en hans menn vildu fá víti í leiknum. ,,Ég sá það ekki nógu vel en strákarnir vildu meina að það hafi verið klárlega vítaspyrna.En það þýðir ekkert að hugsa um það, það er búið."

Nigel Quashie og Loic Ondo hafa ekki verið að spila með BÍ/Bolungarvíkur að undanförnu vegna meiðsla.

,,Ég er búinn að segja það áður í viðtölum að við söknum ekki bara þeirra tveggja heldur annarra leikmanna sem hafa ekki verið 100%. Auðvitað munar um slíkt í litlum hóp en við verðum að standa þétt saman og vinna okkur út úr þessu. Vonandi styttist í að þeir sem hafa verið fjarverandi komi inn í þetta."
Athugasemdir
banner