Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 14. júní 2014 16:59
Þórir Karlsson
Jörundur Áki: Ömurleg staða sem við erum í
Jörundur Áki Sveinsson.
Jörundur Áki Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Manni líður aldrei vel eftir tapleik og sú tilfinning breytist ekkert hvort sem tapleikirnir eru fleiri eða ekki. En þetta er ömurleg staða sem við erum í og við verðum að gjöra svo vel að hysja upp um okkur buxurnar og vinna okkur út úr þessu," sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur eftir 1-3 tap heima gegn KA í dag en þetta var fjórði tapleikur liðsins í 1. deildinni í sumar í röð og þeir aðeins með 3 stig úr 5 leikjum.

Lestu um leikinn: BÍ/Bolungarvík 1 -  3 KA

Annað mark KA kom eftir aukaspyrnu sem heimamenn voru virklega óánægðir með, var þetta aldrei brot?

,,Mér fannst það vera vægt en dómarinn dæmdi brot og þeir skora upp úr því. Við því er lítið að segja," sagði Jörundur Áki en hans menn vildu fá víti í leiknum. ,,Ég sá það ekki nógu vel en strákarnir vildu meina að það hafi verið klárlega vítaspyrna.En það þýðir ekkert að hugsa um það, það er búið."

Nigel Quashie og Loic Ondo hafa ekki verið að spila með BÍ/Bolungarvíkur að undanförnu vegna meiðsla.

,,Ég er búinn að segja það áður í viðtölum að við söknum ekki bara þeirra tveggja heldur annarra leikmanna sem hafa ekki verið 100%. Auðvitað munar um slíkt í litlum hóp en við verðum að standa þétt saman og vinna okkur út úr þessu. Vonandi styttist í að þeir sem hafa verið fjarverandi komi inn í þetta."
Athugasemdir
banner