Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 16. júlí 2014 11:04
Arnar Daði Arnarsson
Jóhann Laxdal í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Laxdal er genginn til liðs við Stjörnuna á nýjan leik eftir dvöl í Noregi.

Hann gekk til liðs við Ull/Kisa í næst efstu deild í Noregi eftir síðasta tímabil en hefur nú ákveðið að koma heim að ný.

Hann er ekki enn kominn með leikheimild með Stjörnunni en ætti að ná leiknum gegn Fylki í Pepsi-deildinni á sunnudag.

Jóhann kemur til Íslands á morgun og byrjar að æfa með Stjörnunni þegar liðið kemur heim frá Skotlandi eftir leikinn gegn Motherwell í Evrópudeildinni á morgun.

Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir Stjörnuna sem eru tveimur stigum á eftir FH sem eru á toppi Pepsi-deildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner