Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   þri 27. júlí 2004 18:30
Elvar Geir Magnússon
Napoli og Ancona dæmd niður um deild
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Ítölsku liðin Napoli og Ancona hafa verið dæmd niður í Seríu C1 úr Seríu B þar sem fjárhagsstaða þeirra stóðst ekki lágmarksskilyrði. Spurning er hvort liðin feti í fótspor Catania sem var í sömu stöðu í fyrra en eftir mikil læti fékk það að halda áfram í Seríu B.

Keppni í Seríu-B á að hefjast 29.ágúst og þessi dómur mun engu breyta þar um eftir því sem Adriano Galliani hjá ítalska knattspyrnusambandinu segir. Það verður fróðlegt að sjá hvort gamla stórveldið Napoli nái að rísa upp aftur líkt og Fiorentina gerði en það kostar mikla og erfiða vinnu.

Á myndinni má sjá kónginn Maradona sem á sínum tíma lék með Napoli.

Athugasemdir
banner
banner
banner