Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   fim 21. ágúst 2014 00:19
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Karl Finsen: Vidic er fokking leiðinlegur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen, sóknarmaður Stjörnunnar, var tekinn í lyfjapróf ásamt Nemanja Vidic eftir leikinn gegn Inter í kvöld. Ólafur reyndi að taka myndband á símann sinn af Vidic í lyfjaprófinu en serbneski varnarmaðurinn tók eftir því.

Vidic var ekki sáttur við Ólaf.

„Hann var brjálaður. Hann er fokking leiðinlegur. Ég hélt að hann hefði húmor fyrir þessu en við fórum aðeins að rífast. Hann er drepleiðinlegur," sagði Ólafur Karl við Fótbolta.net eftir leik.

„Ég spurði hann hvort það væri ekki erfiðara að spila á móti mér en Ronaldo á æfingu. Hann hafði ekki húmor fyrir því."

Inter vann öruggan 3-0 útisigur í þessum fyrri leik liðanna í umspili fyrir Evrópudeildina.

„Þetta voru mjög svekkjandi úrslit og ég er mjög vonsvikinn. Þegar við fengum markið á okkur er eins og við höfum misst trúna. Þetta var ekki nægilega gott, mér fannst við geta betur."

„Mér fannst eigin frammistaða á pari. Ég hefði getað verið betri. Ég hefði viljað fá boltann oftar."

Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner