Ólafur Karl Finsen, sóknarmaður Stjörnunnar, var tekinn í lyfjapróf ásamt Nemanja Vidic eftir leikinn gegn Inter í kvöld. Ólafur reyndi að taka myndband á símann sinn af Vidic í lyfjaprófinu en serbneski varnarmaðurinn tók eftir því.
Vidic var ekki sáttur við Ólaf.
Vidic var ekki sáttur við Ólaf.
„Hann var brjálaður. Hann er fokking leiðinlegur. Ég hélt að hann hefði húmor fyrir þessu en við fórum aðeins að rífast. Hann er drepleiðinlegur," sagði Ólafur Karl við Fótbolta.net eftir leik.
„Ég spurði hann hvort það væri ekki erfiðara að spila á móti mér en Ronaldo á æfingu. Hann hafði ekki húmor fyrir því."
Inter vann öruggan 3-0 útisigur í þessum fyrri leik liðanna í umspili fyrir Evrópudeildina.
„Þetta voru mjög svekkjandi úrslit og ég er mjög vonsvikinn. Þegar við fengum markið á okkur er eins og við höfum misst trúna. Þetta var ekki nægilega gott, mér fannst við geta betur."
„Mér fannst eigin frammistaða á pari. Ég hefði getað verið betri. Ég hefði viljað fá boltann oftar."
Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir