Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
   fim 21. ágúst 2014 00:19
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Karl Finsen: Vidic er fokking leiðinlegur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen, sóknarmaður Stjörnunnar, var tekinn í lyfjapróf ásamt Nemanja Vidic eftir leikinn gegn Inter í kvöld. Ólafur reyndi að taka myndband á símann sinn af Vidic í lyfjaprófinu en serbneski varnarmaðurinn tók eftir því.

Vidic var ekki sáttur við Ólaf.

„Hann var brjálaður. Hann er fokking leiðinlegur. Ég hélt að hann hefði húmor fyrir þessu en við fórum aðeins að rífast. Hann er drepleiðinlegur," sagði Ólafur Karl við Fótbolta.net eftir leik.

„Ég spurði hann hvort það væri ekki erfiðara að spila á móti mér en Ronaldo á æfingu. Hann hafði ekki húmor fyrir því."

Inter vann öruggan 3-0 útisigur í þessum fyrri leik liðanna í umspili fyrir Evrópudeildina.

„Þetta voru mjög svekkjandi úrslit og ég er mjög vonsvikinn. Þegar við fengum markið á okkur er eins og við höfum misst trúna. Þetta var ekki nægilega gott, mér fannst við geta betur."

„Mér fannst eigin frammistaða á pari. Ég hefði getað verið betri. Ég hefði viljað fá boltann oftar."

Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner