Selfoss 0-4 Stjarnan
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir (´44)
0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (´81)
0-3 Harpa Þorsteinsdóttir (´82)
0-4 Kristrún Kristjánsdóttir (´87)
Leik Selfossar og Stjörnunnar í úrslitum Borgunarbikar kvenna var að ljúka með sigri Stjörnunnar.
Selfyssingar stóðu sig vel í leiknum og geta verið vonsviknar, því þær veittu Stjörnunni harða mótspyrnu.
Þær áttu hörkuskot að marki á 28. mínútu, þar var að verki Erna Guðjónsdóttir. Sandra Sig í marki Stjörnunnar mátti hafa sig alla við að verja.
Fyrsta markið kom á 44. mínútu en þá skoraði Harpa Þorsteinsdóttir með skalla eftir fyrirgjöf frá Kristrúnu Kristjánsdóttur. Alexa Gaul í marki Selfossar rann en hún hefði líklega varið boltann ef hún hefði náð að fóta sig betur.
Selfyssingar höfðu gert vel að halda Hörpu niðri í fyrri hálfleik en hún þurfti ekki nema eitt færi og það nýtti hún vel.
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir (´44)
0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (´81)
0-3 Harpa Þorsteinsdóttir (´82)
0-4 Kristrún Kristjánsdóttir (´87)
Leik Selfossar og Stjörnunnar í úrslitum Borgunarbikar kvenna var að ljúka með sigri Stjörnunnar.
Selfyssingar stóðu sig vel í leiknum og geta verið vonsviknar, því þær veittu Stjörnunni harða mótspyrnu.
Þær áttu hörkuskot að marki á 28. mínútu, þar var að verki Erna Guðjónsdóttir. Sandra Sig í marki Stjörnunnar mátti hafa sig alla við að verja.
Fyrsta markið kom á 44. mínútu en þá skoraði Harpa Þorsteinsdóttir með skalla eftir fyrirgjöf frá Kristrúnu Kristjánsdóttur. Alexa Gaul í marki Selfossar rann en hún hefði líklega varið boltann ef hún hefði náð að fóta sig betur.
Selfyssingar höfðu gert vel að halda Hörpu niðri í fyrri hálfleik en hún þurfti ekki nema eitt færi og það nýtti hún vel.
Í síðari hálfleik var svo hver önnur en Harpa Þorsteins sem skoraði sitt annað mark á 81. mínútu. Aftur kom það með skalla og aftur eftir fyrirgjöf frá Kristrúnu Kristjánsdóttur.
Einungis mínútu síðar skoraði Harpa svo aftur og gulltryggði Stjörnunni bikarinn og þrennu sína í dag.
Það var svo á 87. mínútu sem Kristrún Kristjáns kom sér á blað og staðan orðin 4-0. Kristrún var búin að leggja upp tvö mörk og kom sér einnig á blað með þessu marki.
Sigur Stjörnunnar staðreynd og þær bikarmeistarar 2014.
Þá var áhorfendamet sett á bikarúrslitaleik kvenna í dag en 2011 manns mættu á Laugardalsvöllinn í dag.
Athugasemdir