„Þetta gékk næstum því upp eins og maðurinn sagð en svona fór þetta“, sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss en liðið var að spila bikarúrslitaleik í fyrsta skipti í sögu kvennafótboltans á Selfossi.
„Ég get ekki verið annað en sáttur, menn lögðu allt hérna á völlinn og ég er ekki bara sáttur með leikmennina ég er líka sáttur með bæjarfélagið sem situr hér í stúkunni og þau hittist klukkan 11 á Selfossi og komu hérna á grænum rútum, þetta er bara æðislegt“.
„Leikmenn fá gríðarlega reynslu, bara nálgunin, leikurinn og áhorfendurnir, umgjörð, skipulag og öll þessi skipulagsflóra í kringum leikinn“, en Gunni er með ungt og efnilegt lið í höndunum sem eru að fá nýja upplifun og reynslu inn á sinn fótboltabankareikning.
„Við ætlum að leyfa okkur að fagna smá í kvöld áður en deildin tekur við“, sagði Gunnar að lokum sem var sáttur með árangurinn hjá liðinu og stuðninginn í leiknum.
Nánar er rætt við Gunnar hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir