Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: „Við hefðum getað klárað leikinn“
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
   lau 30. ágúst 2014 19:23
Mist Rúnarsdóttir
Gumma: Vonandi verða fleiri úrslitaleikir
Fyrirliðinn vonast eftir fleiri úrslitaleikjum í framtíðinni
Fyrirliðinn vonast eftir fleiri úrslitaleikjum í framtíðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmunda Brynja fyrirliði Selfoss var vitanlega ekki sátt við tapið í bikarúrslitunum en segir að leikurinn gefi ungu liði Selfoss heilmikla reynslu sem hægt er að nýta í framtíðinni.

„Þetta var kannski fullstórt tap. Mér finnst 4-0 ekki gefa rétta mynd af leiknum en Stjarnan er með flott lið og það var gaman að fá að spila á Laugardalsvelli við þær. Þetta er klárlega besta lið landsins en þvílíkt gaman. Þvílíkur stuðningur og ótrúlega gaman.“

„Þetta gefur liðinu þvílíka reynslu. Elsti leikmaðurinn er 24 ára og það er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á og vonandi verða fleiri úrslitaleikir.“


Selfoss liðið mætti agað og skipulagt til leiks og Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið í fyrri hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem að mörkin hrúguðust inn og segir Gumma að Selfyssingar hafi einfaldlega tekið áhættu sem hafi ekki skilað sér í þetta skiptið.

„Við fórum að breyta aðeins. Við tókum sénsa. Stundum virka þeir og stundum virka þeir ekki og í dag virkaði það ekki. Stjarnan refsaði fyrir það. Harpa var frábær í leiknum. Skoraði þrennu og það þarf náttúrulega bara að stoppa hana. En við áttum líka að loka á þetta.“

Það var góð stemmning á vellinum í dag og sérstaklega á meðal Selfyssinga sem fjölmenntu og létu vel í sér heyra allan tímann. Gumma var virkilega ánægð með stuðninginn.

„Það er ekki leiðinlegt að tapa fyrir framan svona fólk sem kemur að styðja okkur í svona leik og það er bara geðveikt.“
Athugasemdir
banner
banner
banner