Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   lau 30. ágúst 2014 19:23
Mist Rúnarsdóttir
Gumma: Vonandi verða fleiri úrslitaleikir
Kvenaboltinn
Fyrirliðinn vonast eftir fleiri úrslitaleikjum í framtíðinni
Fyrirliðinn vonast eftir fleiri úrslitaleikjum í framtíðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmunda Brynja fyrirliði Selfoss var vitanlega ekki sátt við tapið í bikarúrslitunum en segir að leikurinn gefi ungu liði Selfoss heilmikla reynslu sem hægt er að nýta í framtíðinni.

„Þetta var kannski fullstórt tap. Mér finnst 4-0 ekki gefa rétta mynd af leiknum en Stjarnan er með flott lið og það var gaman að fá að spila á Laugardalsvelli við þær. Þetta er klárlega besta lið landsins en þvílíkt gaman. Þvílíkur stuðningur og ótrúlega gaman.“

„Þetta gefur liðinu þvílíka reynslu. Elsti leikmaðurinn er 24 ára og það er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á og vonandi verða fleiri úrslitaleikir.“


Selfoss liðið mætti agað og skipulagt til leiks og Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið í fyrri hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem að mörkin hrúguðust inn og segir Gumma að Selfyssingar hafi einfaldlega tekið áhættu sem hafi ekki skilað sér í þetta skiptið.

„Við fórum að breyta aðeins. Við tókum sénsa. Stundum virka þeir og stundum virka þeir ekki og í dag virkaði það ekki. Stjarnan refsaði fyrir það. Harpa var frábær í leiknum. Skoraði þrennu og það þarf náttúrulega bara að stoppa hana. En við áttum líka að loka á þetta.“

Það var góð stemmning á vellinum í dag og sérstaklega á meðal Selfyssinga sem fjölmenntu og létu vel í sér heyra allan tímann. Gumma var virkilega ánægð með stuðninginn.

„Það er ekki leiðinlegt að tapa fyrir framan svona fólk sem kemur að styðja okkur í svona leik og það er bara geðveikt.“
Athugasemdir
banner
banner