Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 30. ágúst 2014 19:23
Mist Rúnarsdóttir
Gumma: Vonandi verða fleiri úrslitaleikir
Fyrirliðinn vonast eftir fleiri úrslitaleikjum í framtíðinni
Fyrirliðinn vonast eftir fleiri úrslitaleikjum í framtíðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmunda Brynja fyrirliði Selfoss var vitanlega ekki sátt við tapið í bikarúrslitunum en segir að leikurinn gefi ungu liði Selfoss heilmikla reynslu sem hægt er að nýta í framtíðinni.

„Þetta var kannski fullstórt tap. Mér finnst 4-0 ekki gefa rétta mynd af leiknum en Stjarnan er með flott lið og það var gaman að fá að spila á Laugardalsvelli við þær. Þetta er klárlega besta lið landsins en þvílíkt gaman. Þvílíkur stuðningur og ótrúlega gaman.“

„Þetta gefur liðinu þvílíka reynslu. Elsti leikmaðurinn er 24 ára og það er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á og vonandi verða fleiri úrslitaleikir.“


Selfoss liðið mætti agað og skipulagt til leiks og Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið í fyrri hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem að mörkin hrúguðust inn og segir Gumma að Selfyssingar hafi einfaldlega tekið áhættu sem hafi ekki skilað sér í þetta skiptið.

„Við fórum að breyta aðeins. Við tókum sénsa. Stundum virka þeir og stundum virka þeir ekki og í dag virkaði það ekki. Stjarnan refsaði fyrir það. Harpa var frábær í leiknum. Skoraði þrennu og það þarf náttúrulega bara að stoppa hana. En við áttum líka að loka á þetta.“

Það var góð stemmning á vellinum í dag og sérstaklega á meðal Selfyssinga sem fjölmenntu og létu vel í sér heyra allan tímann. Gumma var virkilega ánægð með stuðninginn.

„Það er ekki leiðinlegt að tapa fyrir framan svona fólk sem kemur að styðja okkur í svona leik og það er bara geðveikt.“
Athugasemdir
banner