Þrem leikjum var rétt í þessu að ljúka í 1. deild karla. ÍA og Leiknir gátu tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla.
KV fékk ÍA í heimsókn. Með sigri ÍA manna gátu þeir tryggt sér sæti í Pepsideildinni. ÍA skoraði tvö mörk á tveggja mínúta kafla í fyrri hálfleik. Var það Jón Wilhelm Ákason sem koma ÍA mönnum á bragðið á 35. mínútu og mínútu síðar bætti Garðar Gunnlaugs við marki. Fleiri urðu mörkin ekki og því ljóst að ÍA er komið aftur upp í efstu deild.
Á Ghetto-ground fengu heimamenn svo Þrótt í heimsókn. Leiknismenn komust yfir í leiknum með marki Andra Fannars Stefánssonar á 34. mínútu. Það var svo Hilmar Árni Halldórsson sem bætti við marki á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Þróttarar minnkuðu svo muninn á 58. mínútu með marki Oddi Björns. Leiknismenn eru því einnig komnir upp í efstu deild og eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í sumar.
Í þriðja leik dagsins gerðu Haukar og Selfoss svo 1-1 jafntefli. Ásgeir Þór kom Haukum yfir á 53. mínútu en Þorsteinn Daníel jafnaði metin nokkrum mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki.
Að lokum. Til hamingju Leiknismenn og til hamingju skagamenn.
Frekari umfjöllun og viðtöl á leiðinni.
KV 0 - 2 ÍA
0-1 Jón Wilhelm Ákason (´35)
0-2 Garðar Bergmann Gunnlaugsson (´36)
Leiknir 2-1 Þróttur
1-0 Andri Fannar Stefánsson (´34)
2-0 Hilmar Árni Halldórsson (´45)
2-1 Oddur Björnsson (´58)
Haukar 1-1 Selfoss
1-0 Ásgeir Þór Ingólfsson (´53)
1-1 Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (´60)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir