Fyrir hvern heimaleik Fram er gefin út sérsök leikskrá sem kallast "Framfærslan". Í þessari leikskrá er oftast slegið á létta strengi og er hún mjög skemmtileg lestrar. Það eru þeir Stefán Pálsson og Valur Norðri Gunnlaugsson sem eiga heiðurinn að henni og fengum við leyfi til að birta skemmtilega grein úr leikskrá gærdagsins. Þar er verið að skoða hvaða bíómyndir liðin í og kringum Landsbankadeildina væru!
Fram - Groundhog day
Það sama aftur og aftur og...
Skagamenn - Godfather trílógían
Ris og fall ættarinnar þar sem allir heita Þórður.
KR - Opinberun Hannesar
Kostaði ógeðslega mikið en afar erfitt er að sjá í hvað peningarnir fóru.
Fylkir - Titanic
Þó svo að leikararnir séu huggulegir og hæfileikaríkir þá veist þú að þetta endar illa.
Grindavík - Fálkar
Fullkomin flatneskja en einn frægur leikari.
KA - Stella í orlofi
Gestur Einar á báðum stöðum.
FH - Lord of the rings
Lygilega vinsæl sería sem haldið er saman af einum dana.
Víkingur - The Mighty Ducks
Fyrir röð tilviljana lendir gömul íþróttakempa í að þjálfa hóp af gríslingum með ótrúlegum árangri.
ÍBV - Hvaða íslensk bíómynd sem er
Hæggeng og gróf, en flott landslag.
Keflavík - Fargo
Annar hugsunarháttur, önnur viðmið, annað land?
Valur - Falling Down
Einu sinni byrjað, þú getur ekki hætt...
Þróttur - Das boot
Dramatísk saga um áhöfn sem stendur sig eins og hetjur (þvert á allar væntingar) aðeins til þess eins að vera skotin niður á lokamínútunum.
Stjarnan - Waterworld
Ha - engir áhorfendur?
Athugasemdir