Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 26. september 2014 22:03
Magnús Már Einarsson
Lið ársins og bestu menn í 2. deild 2014
Brynjar Jónasson - Bestur, efnilegastur og markahæstur í 2. deildinni 2014.
Brynjar Jónasson - Bestur, efnilegastur og markahæstur í 2. deildinni 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Þór Gestsson er þjálfari ársins.
Brynjar Þór Gestsson er þjálfari ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Marteinn Hannesson er í liðinu annað árið í röð.
Guðmundur Marteinn Hannesson er í liðinu annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jón Gísli er í fremstu víglínu.
Jón Gísli er í fremstu víglínu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Í kvöld var lið ársins í 2. deild karla opinberað á Fellini í Egilshöllinni. Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2014:
Kile Kennedy - Fjarðabyggð

Guðmundur Marteinn Hannesson - Grótta
Tommy Nielsen - Fjarðabyggð
Milos Ivankovic - Huginn
Jóhann Benediktsson - Fjarðabyggð

Marko Nikolic - Huginn
Viggó Kristjánsson - Grótta
Stefán Þór Eysteinsson - Fjarðabyggð

Alvaro Montejo - Huginn
Jón Gísli Ström - ÍR
Brynjar Jónasson - Fjarðabyggð



Varamannabekkur:
Magnús Þór Magnússon - ÍR
Andri Þór Magnússon - Fjarðabyggð
Emil Stefánsson - Fjarðabyggð
Viktor Smári Segatta - ÍR
Halldór Hilmisson - Grótta
Kenan Turudija - Sindri
Elvar Ingi Vignisson - Afturelding

Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Steinþór Már Auðunsson (Dalvík/Reynir), Kjartan Ólafsson (Grótta), Gunnar Smári Agnarsson (Grótta), Matthew Towns (Ægir).
Varnarmenn: Reynir Haraldsson (ÍR), Hrafn Jónsson (Grótta), Víkingur Pálmason (Fjarðabyggð), Óli Stefán Flóventsson (Sindri), Marko Blagojevic (KF), Reynir Magnússon (ÍR), Rodrigo Gomes Mateo (Sindri), Styrmir Gauti Fjeldsted (Njarðvík), Jónas Halldór Friðriksson (Völsungur), Birgir Freyr Ragnarsson (Afturelding), Þorsteinn Jóhannsson (Sindri), Nikolas Jelicic (Fjarðabyggð), Jens Elvar Sævarsson (Grótta), Kristján Sigurólason (Dalvík/Reynir), Róbert Jack (Ægir), Blazo Lalevic (Huginn).
Miðjumenn: Nik Chamberlain (Fjarðabyggð), Bjarki Baldvinsson (Völsungur), Guðjón Gunnarsson (Grótta), Andri Fannar Freysson (Njarðvík), Birkir Pálsson (Huginn), Einar Smári Þorsteinsson (Sindri), Sverrir Þór Garðarsson (Ægir), Atli Haraldsson (Sindri), Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð), Þorvaldur Sveinn Sveinsson (Grótta), Martin Sindri Rosenthal (Fjarðabyggð), Jóhann Örn Guðbrandsson (KF).
Sóknarmenn: Alexander Aron Davorsson (Afturelding), Ingólfur Örn Kristjánsson (Völsungur), Björn Axel Guðjónsson (Njarðvík), Hilmar Þór Kárason (Sindri).



Þjálfari ársins: Brynjar Gestsson - Fjarðabyggð
Brynjar hefur náð aðdáunarverðum árangri með Fjarðabyggð undanfarin tvö ár en liðið vann þriðju deildina í fyrra og aðra deildina í ár. Brynjar stýrði Huginn einnig til sigurs í 3. deildina árið 2005 en hann hefur líka þjálfað meistaraflokk hjá ÍR, Víði Garði og Álftanesi hér á landi með fínum árangri. Sumarið 2012 stýrði Brynjar 2. flokki HK til sigurs í C-deild Íslandsmótsins.

Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Brynjar Skúlason (Huginn), Ólafur Brynjólfsson (Grótta).

Leikmaður ársins: Brynjar Jónasson - Fjarðabyggð
Brynjar stimplaði sig rækilega til leiks á fyrsta ári í meistaraflokki. Eftir að hafa leikið með FH í yngri flokkunum gekk Brynjar til liðs við Fjarðabyggð í vetur. Brynjar fór á kostum í framlínu Fjarðabyggðar í sumar en hann skoraði 19 mörk og var markahæstur í deildinni.

Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Tommy Nielsen (Fjarðabyggð), Stefán Þór Eysteinsson (Fjarðabyggð), Viggó Kristjánsson (Grótta), Milos Ivankovic (Huginn), Marko Nikolic (Huginn), Kile Kennedy (Fjarðabyggð), Viktor Smári Segatta (ÍR), Jón Gísli Ström (ÍR), Alvaro Montejo (Huginn), Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð), Blazo Lalevic (Huginn),

Efnilegastur: Brynjar Jónasson - Fjarðabyggð
Brynjar sópaði að sér verðlaunum í kvöld. Bestur, efnilegastur og markahæstur í 2. deildinni árið 2014.

Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Elvar Ingi Vignisson (Afturelding), Davíð Örn Atlason (Dalvík/Reynir), Róbert Jack (Ægir), Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir).


Ýmsir molar:

  • Sjaldan hafa fleiri leikmenn blandað sér í baráttuna um nafnbótina leikmaður ársins. Tólf leikmenn fengu atkvæði í kjörinu í ár.


  • Tveir markverðir frá Gróttu fengu atkvæði.


  • Tommy Nielsen og Brynjar Jónasson úr Fjarðabyggð voru atkvæðahæstir í valinu á liði ársins en þeir fengu 18 atkvæði af 22 mögulegum.


  • Fjarðabyggð átti fimm leikmenn í liði ársins, tvo á bekknum og að auki fengu fimm leikmenn til viðbótar atkvæði.


  • Brynjar Þór Gestsson fékk 17 atkvæði af 22 mögulegum í vali á þjálfara ársins.


  • Guðmundur Marteinn Hannesson, fyrirliði Gróttu, er í liðinu annað árið í röð.


  • Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar nema Reyni Sandgerði fengu atkvæði í vali á liði ársins að þessu sinni.


Smellið hér til að sjá lið ársins í 1.deild 2013
Athugasemdir
banner
banner
banner