Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
   fös 03. október 2014 14:22
Alexander Freyr Tamimi
Lars Lagerback: Viljum ekki endurtaka söguna frá Kýpur
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, annar landsliðsþjálfara Íslands, er spenntur fyrir komandi leikjum gegn Lettlandi og Hollandi í undankeppni EM 2016 sem fram fara sitt hvoru megin við næstu helgi.

Lagerback er ánægður með þann hóp sem hann hefur úr að velja fyrir leikina, en hópurinn var kynntur í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í dag.

Eina breytingin frá hinum magnaða 3-0 sigri gegn Tyrklandi er sú að Alfreð Finnbogason kemur inn fyrir Hauk Heiðar Hauksson.

,,Ég er mjög sáttur. Flestir leikmenn eru að spila mjög mikið og eina spurningarmerkið er Jóhann Berg Guðmundsson, og eini leikmaðurinn sem hefur lítið verið að spila er Birkir Már, þannig þetta lítur vel út," sagði Lars við Fótbolta.net.

,,Við munum virkilega einbeita okkur að því með leikmönnunum. Við munum sýna þeim margar myndir tengdar þessu, að þú vinnur engin stig á sögunni. Þú getur lært af sögunni og við munum reyna það, svo ég er viss um að við munum undirbúa okkur þannig að leikmennirnir verða 100 prósent tilbúnir og með 100 prósent hugarfar þegar flautað verður til leiks í Lettlandi," sagði Lars.

,,Lettland er mjög vel skipulagt lið, þeir eru með ungan þjálfara og hann hefur komið mér á óvart. Hann var góður leikmaður þegar þeir fóru í lokakeppni EM, og þeir eru mjög skipulagðir og frekar góðir."

,,Þeir eru frekar lágt settir á styrkleikalista FIFA, alveg eins og við vorum þegar við hófum síðustu undankeppni. En það lítur út fyrir að það sé mjög erfitt að vinna þá, þeir fá mjög fá mörk á sig. Þetta verður erfitt svo við verðum að spila vel og vera þolinmóðir ef þeir spila svona varnarleik."

Athugasemdir
banner
banner
banner