Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
   fös 03. október 2014 14:22
Alexander Freyr Tamimi
Lars Lagerback: Viljum ekki endurtaka söguna frá Kýpur
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, annar landsliðsþjálfara Íslands, er spenntur fyrir komandi leikjum gegn Lettlandi og Hollandi í undankeppni EM 2016 sem fram fara sitt hvoru megin við næstu helgi.

Lagerback er ánægður með þann hóp sem hann hefur úr að velja fyrir leikina, en hópurinn var kynntur í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í dag.

Eina breytingin frá hinum magnaða 3-0 sigri gegn Tyrklandi er sú að Alfreð Finnbogason kemur inn fyrir Hauk Heiðar Hauksson.

,,Ég er mjög sáttur. Flestir leikmenn eru að spila mjög mikið og eina spurningarmerkið er Jóhann Berg Guðmundsson, og eini leikmaðurinn sem hefur lítið verið að spila er Birkir Már, þannig þetta lítur vel út," sagði Lars við Fótbolta.net.

,,Við munum virkilega einbeita okkur að því með leikmönnunum. Við munum sýna þeim margar myndir tengdar þessu, að þú vinnur engin stig á sögunni. Þú getur lært af sögunni og við munum reyna það, svo ég er viss um að við munum undirbúa okkur þannig að leikmennirnir verða 100 prósent tilbúnir og með 100 prósent hugarfar þegar flautað verður til leiks í Lettlandi," sagði Lars.

,,Lettland er mjög vel skipulagt lið, þeir eru með ungan þjálfara og hann hefur komið mér á óvart. Hann var góður leikmaður þegar þeir fóru í lokakeppni EM, og þeir eru mjög skipulagðir og frekar góðir."

,,Þeir eru frekar lágt settir á styrkleikalista FIFA, alveg eins og við vorum þegar við hófum síðustu undankeppni. En það lítur út fyrir að það sé mjög erfitt að vinna þá, þeir fá mjög fá mörk á sig. Þetta verður erfitt svo við verðum að spila vel og vera þolinmóðir ef þeir spila svona varnarleik."

Athugasemdir
banner
banner
banner