Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. október 2014 15:40
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið ársins: Fjórir úr Stjörnuliðinu
Ólafur Karl Finsen átti magnað sumar.
Ólafur Karl Finsen átti magnað sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markakóngurinn Gary Martin er að sjálfsögðu í liðinu.
Markakóngurinn Gary Martin er að sjálfsögðu í liðinu.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Atli Guðnason er í holunni.
Atli Guðnason er í holunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fótbolti.net hefur valið úrvalslið ársins í Pepsi-deildinni að sínu mati. Á hverjum einasta leik deildarinnar var fréttaritari frá síðunni. Margir gerðu tilkall til þess að vera í liðinu en á endanum var eftirfarandi lið valið ásamt sjö varamönnum.



Ingvar Jónsson – Stjarnan
Það er ekki að ástæðulausu sem Ingvar er búinn að festa sig í sessi í landsliðshópnum. Virkilega traustur markvörður sem vann mörg stig fyrir Stjörnuliðið í sumar.

Haukur Heiðar Hauksson – KR
Átti frábært sumar í hægri bakverði KR og eru lið erlendis með augastað á honum. Atvinnumennskan gæti verið handan við hornið.

Kassim Doumbia – FH
Var besti maður fyrri helmings tímabilsins að mati Fótbolta.net. Hrikalega öflugur varnarmaður þó kveikiþráðurinn sé stuttur.

Daníel Laxdal – Stjarnan
Daníel blómstraði í hjarta varnarinnar hjá Stjörnunni í sumar og sérstaklega á erfiðum augnablikum. Daníel er ekki eins „villtur" og hann var á árum áður.

Hörður Árnason – Stjarnan
Hörður er 25 ára gamall en hann byrjaði ekki að æfa fótbolta af krafti fyrr en hann varð 15 ára gamall. Í sumar spilaði hann lykilhutverk í vinstri bakverði liðsins sem stóð uppi sem Íslandsmeistari.

Igor Taskovic – Víkingur
Þvílíkt akkeri í liði Víkings. Einn besti miðjumaður deildarinnar og getur einnig stokkið inn í hjarta varnarinnar með sóma.

Davíð Þór Viðarsson – FH
Hefði gert sterkt tilkall til þess að verða leikmaður ársins ef FH hefði náð að landa titlinum. Davíð var langt frá sínu besta þegar hann kom heim í fyrra en sýndi sínar réttu hliðar í ár.

Atli Guðnason – FH
Atli lætur lítið fyrir sér fara utan vallar og er fámáll í viðtölum en innan vallar lætur hann heldur betur til sín taka.

Gary Martin – KR
Sprakk út á lokasprettinum og raðaði inn mörkunum. Endaði sem markakóngur deildarinnar og fær gullskóinn í hendurnar á næstu dögum.

Jonathan Glenn – ÍBV
Var harðlega gagnrýndur í byrjun mótsins réttilega. En um leið og stíflan brást komu mörkin á færibandi.

Ólafur Karl Finsen – Stjarnan
Fór hreinlega á kostum í sumar og kórónaði svo frammistöðu sína með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri gegn FH í úrslitaleiknum um titilinn.

Varamannabekkur:
Róbert Örn Óskarsson – FH
Alan Lowing – Víkingur
Pétur Viðarsson – FH
Aron Elís Þrándarson – Víkingur
Elías Már Ómarsson – Keflavík
Veigar Páll Gunnarsson – Stjarnan
Árni Vilhjálmsson –Breiðablik

Sjá einnig:
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner
banner